Er frjálshyggjan góð viðmiðun til að átta sig á því hvernig við eigum að stjórna samfélagi okkar? Ég segi já, að gott að hafa hana sem viðmið.
Eigum við að hafa frjálshyggju sem það eina sem við byggjum samfélagið á? Nei alls ekki, sérstaklega þegar ungir frjálshyggjumenn hafa ekki fyrir því að lesa neitt um hvernig frjálshyggjan varð til.
Var það sigur fyrir frelsi á Íslandi þegar bjórinn var leyfður? Nei, alls ekki, það kemur frelsi ekkert við. Þetta var sigur fyrir skynsemi vegna þess að bjór er mun skárra heldur en það sem Íslendingar hafa yfirleitt notað til að drekka sig fulla í gegnum árin.
Hvað er frelsi? Er það að fá að gera það sem maður vill svo lengi sem maður skaðar ekki aðra? Þetta er falleg lína en hún bara virkar ekki í raunveruleikanum, við getum aldrei komið með einhvern ákveðinn punkt sem við miðum við og segjum að hérna byrjarðu að skaða aðra, það er enginn slíkur punktur til.
Það er áhugavert að frjálshyggjan byrjaði sem umbótastefna sem var að koma völdunum frá aðlinum til almennings en í dag þá er frjálshyggjan nær alltaf í slagtogi með Íhaldinu, hvers vegna er það? Ég held að það sé vegna þess að ungir kapítalistar verða oft gamlir íhaldsmenn.
Ungir frjálshyggjumenn eru að verða eins og ungir sósíalistar voru áður fyrr, þ.e.a.s. byggja kenningar sínar á Útópíuhugmyndum sem hafa sér enga stoð í raunveruleikanum. Sósíalistar virðast ekki gera ráð fyrir fólk að fólk sé gráðugt og Frjálshyggjumennirnir gleyma að ríkir menn þurfa að hafa aðhald svo þeir breytist ekki í nýjan aðal. Frjálshyggjan skapar samfélag þar sem það skiptir ekki máli hvort þú sért hæfur heldur skiptir meira máli hvort fjölskyldan þín eigi peninga.
<A href="