En allaveganna vil ég segja það að ég hef oft lent í því og hef svosem enga skoðun á því, sem er kannski vegna þess að mér finnst að rífast yfir þessu vera bara almenn heimska. En af því að ég hef heyrt þetta svo oft þá er ég að reyna gera allt til þess að stöðva slaginn. Til þess leitaði ég inn í þetta mál og komst að niðurstöðu, en hún er fyrir fólkið sem trúir öllum þessum “vísindalegu staðreyndum” á hvort stelpur eða strákar séu gáfaðari. Það er ENGIN leið til þess að segja til um hvort kynið er gáfaðara vegna þess að kynin fæðast ekki eins og þar með þroskast öðruvísi, og þegar fólk ætlar að fara gera útá svona hluti og vera með eikkað svona rugl, þá er það ekki að gera annað en að koma af stað VESENI, eins og ég las í Fréttablaðinu um daginn að stelpum gangi betur í stærðfræði í 10. bekk, það getur nú bara alveg verið, en hvað græðir fólk á svona könnunum, ég get nú bara sagt það að ég mætti í skólann þann morgunn og þá höfðu greinilega allir lesið þetta og það var bara byrjað stríð milli kynja, öskur og læti. Ég vildi nú bara strax fara, nennti ekkert að vera með í svona rugli, samt sem áður vil ég stöðva þetta og vona að ég hafi eitthvað gagn í þessari grein.
Og svo er það málið með þroskunina, það er oft sagt að stelpur þroskist hraðar en strákar, ég vil nú bara leiðrétta þá áróðu - stelpur/strákar þroskast ekki hraðar en hvort annað, þau gera það bara öðruvísi. En fólk má bara halda það sem það vill, en helst vildi ég að það hefði það bara útaf fyrir sjálfan sig, ég segi að mér finnst bæði kynin bara vera jafn gáfuð og vonandi finnst ykkur það líka.
Takk fyrir.
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”