,,Hvenær skipta þeir um skoðanir eins og nærföt? … nefndu dæmi þar sem þeir skipta um skoðun eins og ekkert sé? …´´
Samfylkingin 1994 ,, við erum fylgjandi lagasetningu um eignarhald fjölmiðla´´ Samfylkingin 2004 ,, við erum andvígir lagasetningu á fjölmiðla´´
Er þetta nógu gott dæmi? Þeir hafa ekki hugsjónir, þeir stjórnast af tíðaranda og skoðanakönnunum. Það er ekki ríkisstjórn sem ég vil hafa. Hvað ef nasismi fær skyndilega mikið fylgi í skoðanakönnunum? Eiga yfirvöld þá bara að koma upp gasklefu og sjóða alla útlendinga, það er jú vilji meirihlutans.
,,Hvað með svikin við öryrkjana?´´
Enginn svik voru þar með er rangt að tala um svik. Hins vegar er það rétt að illa var að málum staðið, þá sérstaklega hjá Jóni Kristjáns. Hann hafði ekki umboð til að semja um þá upphæð sem hann gerði og þar með er samningurinn úr gildi samkvæmt öllum lögfræðilegum hefðum.
,,Hvað með það að þessi ríkisstjórn styður stríð? - nota bene, fyrsta stríð sem Ísland hefur nokkurn tíman stutt opinberlega. Þar með farin sú staða að við séum í raun friðsæl og friðelskandi þjóð. En það er kannski allt í lagi þín vegna? Vegna þess að við gætum grætt nokkrar skitnar krónur á því?´´
Hvenær sagðist ég vera hlynntur stríðinu? Ég man ekki til þess. Ég er alfarið á móti því. Ég sagði aldrei að þetta væri gallalaus ríkisstjórn heldur að hún væri ein af þeim bestu sem við höfum haft. Mundu það að nú ríkir ekki lengur óðaverðbólga, gjaldeyrishöft, innflutningshöft og að megin þorri fólks hefur það mun betra en hann hafði fyrir 10 árum og hagur einstaklinganna almennt er að vænkast. Hins vegar er það afar hæpið að telja að við græðum nokkuð á stríði sem slíku. Sjaldnast ef nokkurn tímann er hagfræðilegur ávinningur af stríðum.
,,Með jöfnuði þá JAFNAST kjör allra í landinu. Sem þýðir að sú yfirstétt sem hefur verið að þróast meira og meira hér á landinu væri ekki til.´´
Hvað vinnst með því að enginn sé ríkur? Að enginn hafi fjármuni til að stofna fyrirtæki og ráða fólk í vinnu svo hagur þeirra allra vænkist? Hvað er unnið með því?
,,Og ekki heldur sú stétt fólks sem hefur ekki efni á að fæða og klæða börn sín, hvað þá gefa þeim t.d. gjafir á jólunum. En fyrr en nú hafa aldrei jafn margir sótt um aðstoð um jólin, bara til að getað haldið upp á þau.´´
Já enda eru hjálparstofnanir því sem næst alfarið á höndum hins opinbera sem best er þekkt fyrir að skíta á sig í öllu því sem það tekur sér fyrir hendur.
,,Ég býst við því að þú styðjir einkavæðingu mennta- og sjúkrakerfisins?´´
Gott gisk, mun betra en hitt um að ég styddi Íraksstríðið.
,,- bara til að koma því á hreint þá eru afleiðingarnar af slíkum aðgerðum mjög einfaldar. Réttur fólks í landinu til að fá ókeypis sjúkraþjónustu og menntun mundi hverfa.´´
Hvaða rétt hefur nokkur maður á fjármunum annars manns? Þegar einstaklingar vinna sér inn peninga gera þeir það með því að nota tíma sinn og hæfileika. Þegar þessir fjármunir eru svo teknir af þeim er í raun verið að stela af þeim tíma eða hluta af lífi sínu. Slík fjármunataka er ofbeldi. Ég er ekki hlynntur ofbeldi, en þú?
,,Vissulega borgum við fyrir það í dag með sköttum en allir borga sinn skerf og eiga að fá jafnan hlut fyrir.´´
Af hverju ættu allir að fá jafnan hlut fyrir, þau borga ekki það sama. Ef ég borga fyrir plasma sjónvarp en þú fyrir 14" Soney ættum við að fá sömu týpuna?
,,Hinsvegar ef þetta er einkavætt geta þeir sem hafa meira fé milli handanna keypt sér betri þjónustu og þeir sem hafa minna geta kannski ekkert fengið nema þá allra nauðsynlegustu þjónustu og kannski ekki einu sinni það. Þetta er þróun sem við sjáum greinilega í BNA.´´
Hvað er að því að einstaklingar af góðum efnum geti keypt sér betri þjónustu en þeir sem minna eiga? Ok ég get svo sem skilið hin rökin þín en þetta þykir mér óskiljanlegt. Ætti að setja eitthvað þak á gæði þeirrar þjónustu sem hver einstaklingur má njóta og allir verða bara að búa við það? Það gefur augaleið að slíkt bíður ekki upp á neitt annað en stöðnun í heilbrigðiskerfinu. Ok sumir geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu, ólíklegt en gæti gerst. Heilbrigðiskerfið í BNA er ekki gott dæmi um einkavætt heilbrigðiskerfi enda er ríkið svo stórt þarna bæði með fjárframlögum og reglugerðum að hálfa væri miklu meira en hellingur. Ekki gott dæmi, mundu það!
Og í lokin styð ég þá hugmynd þína að færa þetta yfir á einkaskilaboð, mér finnst það svo rómó ;)