1)
“Úff, þú ert kræfur að segja mér að kynna mér mannkynssöguna og segja að Sovétríkin hafi ekki verið undir sósíalískri stjórn.”
Í fyrsta lagi sagði ég aldrei að Sovétríkin hafi ekki verið að einhverju leyti undir sósíalískri stjórn. Þeir voru aldrei undir alvöru kommúnískri stjórn. Það er munur á sósíalisma og kommúnisma. Sósíalismi er í raun ekki eins þróað hugtak og kommúnisma, það hefur til að mynda aldrei verið skrifað ávarp sósíalismans.
Kommúnismi felst í því sem Marx lýsti, að fólkið, allt, skyldi hafa öll völdin í landinu, ekki aðeins fámennur hópur sem kemst til valda án dóms og laga.
2)
“Það sem sósíalisminn stendur fyrir er að menn skuli vera jafnir og standa á sama stalli sem eitt ”society.“ Það segir hvergi að sósíalismi skuli vera kosinn af þjóðinni. Enda hefur var hann ekki kosinn.”
Það er rétt, sósíalismi felur í sér fullkomið jafnrétti, þar sem allir njóta sömu kjara og fá því sömu möguleika og réttindi. Að minnsta kosti felur sósíalismi í sinni hreinustu mynd þetta í sér. Það er líka rétt að það stendur hvergi að sósíalisminn þurfi að vera kosinn af þjóðinni, að minnsta kosti veit ég ekki til þess að það geri svo. En ef þú tekur þér andartak og hugsar smávegis, passaðu þig samt, þetta gæti orðið erfitt. …. - við skulum nota þín eigin orð til að þú skiljir þetta betur: “Það sem sósíalisminn stendur fyrir er að menn skuli vera jafnir og standa á sama stalli sem eitt ”society.“” … hugsaðu um þetta í smástund. Ef fólkið velur ekki sósíalismann hvernig geta þá allir verið jafnir og staðið á sama stalli? - Er það ekki dálítil þversögn að þvinga jafnrétti upp á fólk, að þvinga fólk til þess að hafa réttinn til að velja? Rétt eins og það er þversögn að þvinga frelsi upp á fólk, því jafnrétti er vissulega frelsi.
Hvar áttu annars við að hann hafi ekki verið kosinn? Í Rússlandi? Þar sem fólk hafði ekki almennan kosningarétt fyrr en eftir byltinguna?
Ég er ekki að verja þá stjórn sem var í Sovétríkjunum, þvert á móti, ég fordæmi hana. Hún var samt sem áður aldrei kommúnísk stjórn og heldur ekki sósíalísk í raun, því hún laut ekki fyrir vilja fólksins heldur laut vilji fólksins fyrir henni. Það er meginatriðið hér.
3)
“Eins og þú segir sjálfur: ”Samkvæmt Marx þá þarf yfirstéttinni að vera steypt af stóli sínum af verkafólkinu, þá líklegast í vopnaðri uppreisn, þótt svo að það sé engan veginn skilyrði fyrir kommúnisma.“
Sósíalismi snýst ekki bara um hvernig honum skuli komið á heldur hvernig á að stjórna landinu með sósíalískum hætti. Það er þannig að enginn skuli standa öðrum framar, enginn skuli eiga meira en annar og öll fyrirtæki og stofnanir skuli vera í eigu ríkisins, sem er í eigu þjóðarinnar. Alls ekkert vitlaus hugmynd í sjálfu sér þegar maður heyrir hana fyrst. En hver var svo raunin?”
Jæja kallinn, hvað vorum við búnir að segja um sósíalisma og kommúnisma?… Það er rétt, ekki sami hluturinn. En lítum framhjá þessum mistökum í bili og reynum að svara þessari athugasemd þinni.
Í kommúnisma er víst mjög mikilvægt hvernig stjórnin kemst til valda, en það er rétt, mun mikilvægara hvernig stjórnin stýrir landinu sem kommúnisminn er við lýði í. Manstu svo hvað við sögðum um sósíalisma og þversögnina og allt það? - Ef ekki þá skaltu líta ofar í svarið og lesa það aftur, því það er mikilvægt. Flott hjá þér :).
Klárum núna þetta svar. Þú segir sjálfur að það sé alls ekki svo slæm hugmynd að allir skuli standa jafnir og að öll fyrirtæki skuli vera ríkisrekin osfrv. En hver er svo raunin? Tja, það er erfitt að svara því vegna þess að þetta hefur aldrei fengið að sanna sig í rauninni. Í Sovétríkjunum voru alls ekki allir jafnir, það voru ekki öll fyrirtæki ríkisrekin (NEP - New Economic Plan - Lenin setti þetta fram á sínum tíma, kynntu þér það). Hvernig vitum við hver raunin er svo? Jú, við drögum þá ályktun að ef kommúnismi verður einhvern tímann nýttur í raun og veru þá sé það vilji fólksins, því það er í raun skilyrði fyrir alvöru kommúnisma, manstu? Þá hlytit raunin jú að vera sú að allir nytu sömu kjara, því allir eru jafn mikilvægir fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Allir væru jafnir og því mundi verða til þessi “hálfútópía” sem þú talar um. En við verðum bara að bíða og sjá til með það.
4)
“Auðvitað sögðust Bolsévikkar ætla að láta valdið aftur í hendur fólksins, en var það ætlunin í alvöru? Ég er hræddur um ekki, eins og sagan sýnir.”
Manstu hvað ég sagði áður, ekki í þessu svari heldur því síðasta? Þar sagði ég að þegar Lenin ákvað að halda völdunum og afhenda ekki fólkinu þá urðu Sovétríkin (sem voru ekki reyndar til ennþá á þessum tíma) að fasistastjórn, alræðisstjórn.
Það voru án efa fjölmargir Bolshevikar sem ætluðu sér að afhenda völdin aftur til fólksins en því miður varð ekki svo.
5)
“Það vita allir að Sovétríkin voru kommúnistaþjóð, en einhverjir þrjóskunaglar neita hinsvegar að sætta sig við það. Þeir setja fram hugmyndafræðina á bakvið sósíalismann, sem er hálfgerð útópía og segja svo ”svona voru Sovétríkin ekki.“ Auðvitað er ekki hægt að framkalla þessa útópíu sem Marx dreymdi um með þessum hætti sem raun ber vitni.”
Sovétríkin voru ekki kommúnistaþjóð, eins og ég hef þegar ítrekað og útskýrt hvað eftir annað. Kynntu þér kommúnisma, lærðu hvað hann er, áður en þú ferð að tala um þetta. “Know your enemy” :P
“Þeir setja fram hugmyndafræðina á bakvið sósíalismann, sem er hálfgerð útópía og segja svo ”svona voru Sovétríkin ekki.“” NÁKVÆMLEGA! :D Flott, loksins ertu búinn að ná þessu. Þessi útópía sem átti að verða til við kommúnisma varð aldrei til í Sovétríkjunum, þar af leiðandi voru Sovétríkin ekki kommúnistaþjóð. Kommúnisminn getur ekki verið í raun kommúnismi án þess að fólkið vilji hann og að þessi “útópía” verði til, það er það sem kommúnismi gengur út á, að skapa þessa útópíu!
6)
“En sagan sýnir bara að þessi stefna hefur fátt annað gert en að eyðileggja nær alla A-Evrópu sem er enn að jafna sig.”
Ég veit ekki betur en að fasismi og alræðisstjórn hafi gert A-Evrópu að því sem hún er í dag, ekki kommúnisminn. Sérstaklega í ljósi þess sem ég hef verið að útskýra fyrir þér núna.
Að lokum vil ég bara segja að ég vona að þú takir þér smá tíma í að kynna þér þessi fyrirbæri sem við höfum verið að tala um hér og jafnvel lærir eitthvað. Við skulum ræða frekar saman þegar þú veist líka hvað þú ert að tala um.
Takk
“I'm not young enough to know everything”