Mengun hefur ekki verið stór þáttur í stjórnmálaumræðu hérlendis. Mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun hafa kannski fyrst og fremst byggst á þjóðerniskennd og fegurðar skynjun fremur en praktískri umhverfisstefnu. Talað er frekar um falleg landssvæði sem fara í kaf fremur en mengandi áhrif eins og hugsanlega ofþornun á vissum bóndabýlum í nágrenni við virkjuninna.
Þessi grein fjallar ekki um þá gerð af mengun og kannski heldur ekki um gróðurhúsaáhrifin sem slík. Ég er að velta fyrir mér hvort ríkið eða stjórnmálamenn geti breytt einhverju um þá þróun sem er að eiga sér stað í heiminum.
Hún Sigríður, umhverfisráðherra sjálfsstæðisflokksins sagði eitt sinn í viðtali við DV að forðast ætti að líta á gróðurhúsa áhrifin sem einhversskonar dómsdagsspá. Ekki bæri að lýta hjá kostunum.
Hvað meinar hún?
Jú, náttúrulega getur þetta verið Íslendingum til hagsbóta. Ef norðurpóllinn bráðnar þá opnast siglingaleið yfir til Austurasíu. Tvö stærstu markaðssvæði heimsins Evrópa og suðausturasía mætast við mun styttri siglingaleið heldur en súez skurðinn. Sem þýðir að viðskipti, það er að segja vöruflutningar milli Ameríku, Evrópu og BNA mætast með meiri nánd en áður og í miðju þess yrði Ísland. Reykjavík yrði þar með hugsanlega að einni mikilvægustu höfn heimsins.
Í öðru lagi myndi vaxandi hitastig leiða til þess að skilyrði til akuryrkju yrðu betri. Íslenskir bændur gætu t.d. ræktað korn í stórum stíl.
En yfir heildina litið yrði þessi þróun ekki til hagsbóta fyrir allan heiminn. Flóð yrðu stærri og heildar akurlendi myndi minnka. Sem þýðir að í flestum ríkjum heimsins myndi ástandið versna.
En þetta er aðeins byrjuninn, því vissar líkur eru á því að hitastig myndi snarlækka aftur og gera Ísland óhæft til að búa á. Þetta er samt eitthvað sem myndi gerast á svo löngum tíma við myndum ekki ná að upplifa það.
Börn okkar hinsvegar og barnabörn…
En jæja hvað með það. Í heildina litið er mengun vandamál fyrir heiminn. Fyrirtæki sem eiga verksmiðjur sem menga mikið flytja starfsemi sína frá þeim stöðum þar sem mengunarlöggjöf er ströng yfir til landa þar sem mengunarlöggjöf er ekki til.
Dæmi: Efnaverksmiðjur flytja starfsemi sína frá Frakklandi og til Indónesíu.
Því virðist það vera að þrátt fyrir að pólitíkusar setji lög sem banni fyrirtækjum að menga þá breyti það engu um mengunina.
Fyrirtækin hafa hvort sem er nóga hvatningu til þess að skipta um landssvæði þar sem skattar og laun í iðnríkjunum eru mun hærri en í löndum á borð við Indónesíu.
Þess vegna hefur verið reynt að setja alþjóðleg lög gegn mengun. Margar samþykktir hafa verið settar fram en sú frægasta er eflaust Kyoto bókuninn.
Í henni eru evrópulöndin, Rússland, Japan, Kanada, og flest ríki suðurameríku og afríku.
BNA hafa ekki samþykkt bókuninna og menga nú á við 1/4 af mannkyninu þrátt fyrir að vera vel innan við einn sjötta af því. Það væri auðvelt að gera þá að blóraböggli en svo einfalt er málið hreinlega ekki.
Kína hefur ekki samþykkt þetta og mengun þeirra eykst með hverju ári. Íslendingar hafa líka fengið undanþágu frá þessum samning og hafa aukið útblástur sinn á gróðurhúsalofttegundum um 1600 tonn eða 10%. Það er því ljóst að Íslensk stjórnvöld telji gróðurhúsaáhrifin eiga eftir að verða til bóta.
En er hægt að hindra þetta? Er hægt að stöðva fyrirtæki frá því að menga?
Í fyrsta lagi er afar dýrt og afar erfitt að hafa eftirlit með öllum fyrirtækjum heims. Og ekki vilja öll þróunarlönd slíkt eftirlit því þeim sárvantar atvinnu og vilja ekki fæla fyrirtæki frá sér.
Fyrir mörgum árum síðan láku út eiturefni í verksmiðju frá Indlandi. Margir hlutu skaða af því en ennþá hafa þeir ekki fengið allar skaðabætur greiddar. Það gengur erfiðlega að fá fyrirtæki til að axla ábyrgð. En í dag komast fyrirtæki víðsvegar upp með það að valda skaða á manneskjum. (sem mér finnst mikilvægara en að valda skaða á plöntum eða dýrum).
Ef okkur gengur svona illa með að fá fyrirtæki til að taka upp mannúðlega stefnu, hvernig eigum við þá að fá þau til að taka upp umhverfisvæna stefnu. Það er erfitt að sanna að eitthvað fyrirtæki hafi valdið manni húðkrabbameini, öndunarörðugleikum, eða hafi ollið því að húsið manns sökk.
Svo má nú ekki gleyma okkar ábyrgð. Rétt upp hönd sem keyra á bíl!
Getur lagasetning breytt einhverju?