Tilefni þessarar greinar er greinin sem ég las um meinta illsku Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara, ég var að reyna að tjá mitt álit á manninum og hans framkomu, en sá fram á að það myndi drukkna í svarafjöldanum sem er kominn nú þegar á þessa grein. Hérna kemur það og fyrir fram biðst ég afsökunar á stafsetningavillum og lélegu málfari.
Það sem mér sýnist hafa gerst (Ekki skoðanir DV).
Kristján Jóhannsson söng á þrennum tónleikum, mætti til Gísla Marteins til að kynna þá og sagðist þar vera að gefa vinnu sína (Mér fannst hann segja að hann fengi ekkert fyrir). Seinna kemur fram að hann og aðrir söngvarar hafi þegið talsverðan pening fyrir að koma fram á þessum tónleikum (Kristján á að hafa fengið 1.7 milljónir samkvæmt sorpinu DV). Þarna virðist hann, alla vega að því er mér finnst, vera að segja eitt og fá annað borgað. Þetta er tvískinnungur, hann reynir síðan að leiðrétta sitt mál, sem ég efast að hann geti gert á gáfulegan hátt, en fær fyrir vikið flest alla fjölmiðla upp á móti sér. Nema hvað starfsfólk RÚV virðist ekki gefa upp skoðanir sínar á manninum, sem er virðingarvert.
Þarna finnst mér vera kominn krossferð á hendur einum manni sem er fórnarlamb eigin fávisku (ath. að mínu mati) og rembings, en er í raun og veru ekki sekur um neitt annað en að reyna að fegra eigin hlut í þessum tónleikum og auka þannig álit fólks á sér og sínu og kannski auka söluna á geisladisk sem hann gefur út fyrir jólin. Þarna taka við ákveðin öfl sem hafa orðið æ meira áberandi í þjóðfélaginu og krossfesta einstaklinga og dæma þá fyrir augliti alþjóðar án þess að hafa nokkuð annað fyrir sér en sögusagnir og vitnisburð fr. Gróu á Leiti. Þetta er þróun sem er neikvæð og ýtir undir alls konar fordóma og færir Ísland aftur á bak sem samfélag, í átt að hinum myrku miðöldum þar sem ekki þurfti meira en nokkur orð frá einni eða tveimur manneskjum til að vera brenndur á báli.
Hvað finnst mér um orð Kristjáns Jóhannssonar?
Söngvurum er í sjálfsvald sett hvort þeir hafa áhuga á málefninu eða ekki, eiga þeir sjálfkrafa að syngja á öllum tónleikum sem kallaðir eru góðgerðartónleikar frítt. Kristján má mín vegna taka 50 milljónir fyrir að syngja fyrir krabbameinssjúk börn, svo lengi sem hann þykist ekki ætla að gera það ókeypis eins og hann gerði hjá Gísla Marteini. Tónleikahaldararnir auglýstu að allur ágóði rynni til málefnisins, hins vegar er kostnaður dreginn frá, þessi kostnaður getur verið svo lítið sem 5% af miðaverði upp í 95% af miðaverði og það getur enginn sagt neitt annað en að þetta hafi verið góðgerðartónleikar.
Mitt álit á umræðunni hér á Hugi.is
Þessi pólitíska rétthugsun sem tröllríður öllu, krefst þess að einstaklingar gefi allt sitt bara vegna þess að það eru einhverjir sem eiga bágt, sem verið er að styrkja. Hvers vegna eru þá ekki haldnir styrktartónleikar handa fórnarlömbunum í Írak (þau eru örugglega fleiri en krabbameinssjúk börn á Ísland) eða handa börnum í Afríku sem deyja eins og flugur. Þeir einstaklingar sem koma að tónleikunum eiga að eiga það við sjálfa sig hvort þeir vilji styrkja gott málefni, ekki að láta almenningsálitið stýra því fyrir sig. Hvers vegna voru þá tónleikarnir haldnir inni í kirkju en ekki í Egilshöll, ég meina ef málefnið er svona gott, ætti þá ekki almenningur að flykkjast til að sjá alla þessa ofursöngvara, burtséð frá áhuga þeirra á klassískri tónlist???
Allt sem fram hefur komið hér að ofan eru skoðanir
mínar, byggðar á því sem ég hef séð og heyrt í fjölmiðlum, það má vel vera að ég hafi ekki hundsvit á þessu, en ég byggi mér samt skoðun og hef álit, frekar en að segja nei, já og amen, eins og svo mörgum hættir til að gera. Ég hvet alla sem þetta lesa til að mynda sér sína eigin skoðun á málinu og svar hér á málefnalegan hátt. Ég vinsamlegast afþakka kjaftbrúk og leiðindi.
kv. Angelicx
=> Heimasíða styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
-Banki- -Hb- -R.nr.- -Kennitala-
-0301- -26- -545- -630591-1129-
Að ofan eru upplýsingar um bankareikning styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og ég skora hér með á alla hugara til að fylgja fordæmi mínu og leggja 1000 kr. eða meira inn á þennan reikning og sýna þessum börnum samhug okkar í verki en ekki bara í orði.