Ég vil hvetja fólk til að halda vöku sinni í bensvínmálinu. Nú er sú furðulega staða uppi að a.m.k. 3 verð eru í gangi á bensínstöðvum:
a) EssÓ - Gríðarlega viðkvæmir fyrir gengisbreytingum, 2 hækkanir
b) Skeljungur - Hækkuðu um mánaðarmót en ekki ennþá komnir með essó innspýtinguna
c) Orkan - engin hækkun ennþá (stærri lager?)
Ég hef þá tilgátu að olíufélögin séu með þessu að gera tvennt:
Í fyrsta lagi er þetta “við höfum engin samráð” leikurinn - sterkur leikur í ljósi sekta á grænmetismafíuna og orðróms um að bensínfyrirtækin séu næst
Í öðru lagi er þetta tilraun til að afla svara við eftirfarandi spurningu: “Hefur verð einhver áhrif á sölu, jafnvel í samkeppni?” (eða “Hversu mikið meira en hinir getum við hækkað án þess að tapa á því”)
Vonandi verður svarið sem þeir afla við þessari spurningu “JÁ! Verð hefur áhrif á sölu”.
Verslum hjá Orkunni, a.m.k. meðan þeir hafa ekki hækkað.