Það er auðvitað alvarlegt mál ef þessir aðilar hafi ekki hlustað á þann aðila sem veitir sjúkling fyrstu hjálp, og það sem er alveg greinilegt af grein þinni að dæma að þú hefur greint sjúklinginn mjög vel og fagmannlega, athugar púls, öndun og meðvitund og ytri áverka.
Ég er sjálfur leiðbeinandi í skyndihjálp og er í Flugbjörgunarsveitini, og annar félagi minn í sveitini er í slökkviliðinu líka. Hún er án efa einn sá færasti á landinu í sínu fagi, í Flugbjörgunarsveitini þar sem hún hefur starfað í mörg ár og er hokin af reynslu og í slökkviliðinu, og við þurfum ekki að örvænta og efast um færni sjúkraflutningsmanna okkar hérlendis, því þeir eru mjög færir og með þeim bestu í heiminum.
En við verðum líka að muna að við erum öll mannleg og það getur legið misvel á okkur og það að fara inn á skemmtistaði þar sem Íslendingar eru með heimsmet í því að óhlíðnast og vanvirða störf opinbera starfsmanna, hvort það sé lögregla eða slökkvilið, því að oft þegar landinn hefur teigað ölið góða þá er eins og hann viti allt miklu betur en allir aðrir, og hreinlega hlíðir sjaldan eða aldrei skipunum, nema að malda í móginn, landinn þarf alltaf að koma með sitt vitra álit, því hann gerir allt og veit allt miklu betur en fúll á móti….
kær kveðja,
Lecte