Komið þið sæl. Ég var í bænum um helgina, nánar tiltekið á aðfararnótt sunnudagsins 28. Nov. Ég var inni á skemmtistaðnum Gauki á stöng. Þar kom ég auga á mann sem var liggjandi á gólfinu. Ég gerði það sem mér hafði verið kennt á skyndihjálparnámskeiðum sem ég hef bæði farið í á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar, Slysavarnaskóla sjómanna og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Það sem ég gerði var að kanna ástand sjúklings bæði, öndun og púls. Púslinn var nokkuð hraður, óreglulegur og sterkur. Einnig kom ég auga á sár í kringum vinstra eyra. Sjúklingurinn blikkaði augnlokum þegar ég sveiflaði hendina yfir augun á honum en var greinilega með mjög skerta meðvitund. Mér var sagt að hann hefði dottið harkalega á brún billjardborðs. Þegar lögreglan kom lýsti hún í augun á honum til að skoða sjáöldur. Nokkrum mínútum síðar komu sjúkraflutningamenn á vettfang. Ég byrjaði á að segja þeim frá hvernig ástandið hefði verið honum síðustu mínútur, þeim virtist nákvæmlega sama og báðu mig um að vera annarsstaðar. Þeir voru með lítinn sem engan búnað. Ég færði mig frá og fylgdist með þeim. Sá sem skoðaði sjúklinginn skoðaði hann lítilega og sagði að hann væri sennilega bara að grínast. Þeir stóðu yfir honum og ræddu við lögregluna því næst fóru þau öll út í um 3-5. mínútur, enginn af þeim var hjá sjúklingnum á meðan. Ég fylgdist með honum og sá að það var talsvert byrjað að blæða við hnakka hans. Þegar sjúkraflutningamennirnir komu aftur inn, komu þeir með börur, settu á hann hálskraga og fóru með hann. Ég benti þeim á blæðinguna en sá sem svaraði (sjúkraflutningamaður 7601) bað mig aftur um að færa mig frá og leyfa þeim að vinna sína vinnu, ég spurði sá hinn sama hvort að hann væri læknir en hann svaraði engu, því að mig og öðrum gestum staðarins furðuðum okkur á þessum vinnubrögðum. Ég giska á að þeir hafi verið á staðnum í um 20 mín. Ég verð því miður að segja það að ég varð gáttaður á vinnubrögðum þeirra. Ég bjóst við að sjúrkaflutningamenn væru fagmannlegri en þetta og er mér hugsað til þess ef einhver ættingi eða vinur myndi lenda í slysi. Þá væri sú ósk heitust að hann fengi sem fagmannlegustu aðstoð sem völ er á.
Flug.