Nú þurfa menn aldrei aftur að strauja skyrturnar sínar sjálfir, því að sjálfvirka skyrtustrauvélin ironMan frá Siemens er kominn á markaðinn. ironMan sparar tíma og vinnu og skilar árangri eins og best verður á kostið. Hér er sannarlega komið tækið fyrir þá sem ganga mikið í straujuðum skyrtum eða blússum.
Vinnuferlið getur ekki verið auðveldara. Þú klæðir bara gínuna í skyrtuna þína þegar hún er nýþvegin og straurök og kveikir þvínæst á tækinu. Þá sér það um restina.
Tækið vinnur á umhverfisvænan hátt og fágar alla staði, jafnvel líka ermarnar og kragana. Auk þess fer þetta einkar vel með efnið enda er hitanum við straujunina haldið í lágmarki.
Tækið er búið 12 tímastilltum straukerfum fyrir skyrtur úr silki, viskósa, baðmull, lérefti, flóneli og öðrum efnum sem þenjast ekki auk kerfa sem þurka blauta jakka og fríska upp á það. Samtals eru þetta 15 alsjálfvirk kerfi!
Tækið tekur á móti öllum stærðum skyrtna frá XS í 4XL sem og dömublússum í stærðum frá S upp í XXL.
Varan er nú á jólatilboði, aðeins 116.550 kr staðgreitt.
Þegar maður sér þetta tæki auglýst auglýsingabækling sem fylgdi Morgunblaðinu þá fyllist maður áhyggjum fyrir hönd umboðsaðila siemens á Íslandi. Hverjum í ósköpunum gæti dottið í hug að kaupa svona tæki. Þó að Íslendingar teljist nýjunga- og tækjagjarnir þá ætla ég að vona að það sé einhverjum takmörkum háð. Þetta tæki lítur ekki bara fáránlega út heldur verð ég að segja að notagildi þess sé ansi takmarkað. Fyrir það fyrsta ber að leggja áherslu á að þetta þvær ekki skyrturnar heldur straujar einungis. Einnig getur varla talist mikil tímasparnaður í þessu þar sem einhvern tíma tekur að klæða gínurnar í og enn vandasamara og tímafrekara er að klæða þær úr aftur án þess að krupma skyrtuna. Þar að auki er þetta ekki mjög skilvirkt því ef margar skyrtur væru þvegnar í einu tæki annsi langan tíma að strauja þær því það kemst jú bara ein á gínuna í einu.
Að því gefnu að þú viljir bara alls ekki strauja skyrtur á venjulegan máta er þetta heldur ekkert sniðugt. Þá ættir þú frekar að íhuga að fara bara með þær í hreinsun. Það væri nefninlega annsi mikið ódýrara, jafnvel til langs tíma litið.
Manni blöskrar þegar maður les svona auglýsingu. Ekki bara yfir því að það skuli vera til markaður fyrir þessu heldur spyr maður sig líka hvort ekki væri sniðugra að Siemens beindi kröftum sínum að hönnun aðeins gagnlegri heimilistækja. Ef það væri eigi mögulegt þá verður manni samt að blöskra yfir því að tækniþróun sé komin á það stig og búið að þróa öll venjulegu tækin það langt að þróun svona tækja sé framtíðin.