Skv. www.mbl.is þá varð níu ára stelpa lokkuð upp í bíl af ókunnugum manni.
Afskaplega slæmt mál og vona ég heils hugar maðurinn finnist sem fyrst og að stelpan hafi ekki hlotið varanlegan skaða af.
Hvenær mun það takast að breyta málum þannig að það fólk sem á við þessar áráttur að etja leiti sér hjálpar/stuðnings/skilnings/lækninga áður en brotin eru framin !!!
Í þessu sambandi vil ég minna á hvernig almenningur brást við t.d. áfengissýki hér áður fyrr. Alkar voru almennt taldir til úrhraka þjóðfélagsins, aumingjar í öðrum orðum, og farið var með þá sem úrhrök/skepnur/glæpamenn.
Í dag er dulítið annað í gangi. Fólk bregst mun fyrr við enda mun upplýstara um áfengisvandamál.
Áfengissýki er viðurkenndur sjúkdómur af öllum sem til þekkja sem og nær öllum landsmönnum.
Það þykir meðal annars orðið “flott” að fara í meðferð - poppa nokkrum “gleðipillum” og svo framvegis. Lausn til handa börnum og barnaníðingum felst ekki í lengri og harðari dómum heldur opinni og fyrirbyggjandi umræðu, menntun, skilning og manngæsku. En vil ég samt veðja á að fíkniefni verði næsta “stóra málið” sem mun taka miklum breytingum á næstu árum með því að færast yfir til heilbriðis og menntastofnanna. Vill fólk ekki heldur hafa fleiri lækna/hjúkkur/kennara en löggur/fangaverði/tollara ???? Sem og að losna við endalausa forræðishyggju stjórnvalda???
Kveðja
MIKO