1- “GOD bless the USA”… þetta er bandarískri æsku kennt, innprenntað í þau (hef einga fordóma gegn börnum, bara taka það fram, þetta er ekki þeim að kenna) bandaríkjamenn búa ekki í heiminum, heldur halda að þeir búa aðeins í bandaríkunum… (góður puntur sem ég heyrði einhverstaðar) það er einsvo þeir hugsi aðeins um eigin hag, og eru skítsama um umheimin eða afleiðingar af þeirra gerðum sem aðrar þjóðir þurfa að þola.. gott dæmi er írak (þó svo að það sé gott að honum hefur verið hleypt af stóli en það hefðu verið aðrar aðferðir sem skildu Íraskafólki ekki eftir án laga og reglu, Palistína og ekki geyma Afganistan
Skemmtilegt að þú skulir segja það slæmt að kenna börnum að virða og elska landið sitt, og einkar fræðilegt að heyra að Bandaríkja menn sem eru einna mest þjóða að vinna á alþjóða vettfangi og veitir meiri fjárhæðir að sama leyti til annarra þjóða (nei ekki bara Ísrael heldur Afríku, Íslands og fleiri ríkja) í hjálparstarf og ýmiskonar aðstoð. Ég er persónulega á móti Írakstríðinu og virðist mér sem tilgangur þess hafi einungis að ná stjórn á olíulindum þess ríkis. Það að þú skulir halda því fram að Írak skuli hafa verið skilið eftir án laga og reglna sýnir hversu mikið þú ert að fylgjast með þessu stríði, langar til að benda þér á að það eru hundruðir þúsunda Bandarískra hermenna sem eru að setja sig í hættu á hverjum degi til að vernda líf borgara Íraks. Sama í Afghanistan.
2- bandaríkin halda því fram að aðeins þau hafi rétt á kjarnorku og gjöreyðinga vopnum.. (sem mér finnst eingin þjóð eiga rétt á að hafa)
Alls ekki rétt, Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að reyna að stemma stigu við fjölgun Kjarnavopna og gjöreyðingavopna í heiminum síðustu ár. Þeir hafa minnkað gjöreyðingavopnabúr sitt (ég biðst afsökunar ég man ekki tölurnar núna en það er auðvelt að komast að því) til muna og hafa gert samkomulag við hinar ýmsu þjóðir varðandi nákvæmlega þetta atriði.
3- bandaríkin eru að skera stórlega af mannréttindum sínum og langt með það komin að banna fóstureyðingar, en það er mikilvægur réttur kvenna sem enginn á að efast um (talað af eigin reynslu) og nú má samkynhneigt ekki gifta sig lengur í þessu landi frelsis og drauma.. (kaldhæðni fyrir þá sem fatta ekki).
Það er umdeilt mál í fleirri löndum en í Bandaríkjunum hvor mannréttindin séu sterkari, réttur barnsins til að lifa eða réttur móðurinnar til að eiga ekki barnið. Þú virðist gleyma að það eru 2 hliðar á öllum málum. Einnig er það á stefnuskrá Bush að leggja til frumvarp þar sem það er sett í stjórnarskrá að banna samkynhneigðu fólki að giftast, benda þér á að það er ennþá löglegt í San Francisco og fleirri ríkjum í bandaríkjunum, hins vegar er það kirkja krists og fleirri heimskulegra trúarbragða sem banna þeim að giftast og eru það aðilar að þeim kirkjum sem eru að reyna að pressa þetta í gegn.
4- bandaríkin eru hættulegustu hryðjuverkamennirnir
Bentu mér á hryðjuverk hjá Bandaríkjunum, en fyrst lærðu hvað hryðjuverk eru og komdu svo með rök fyrir þessari fullyrðingu, þá skal ég hlusta!
5- bandaríkin eru á lista yfir 10 hættulegustu lönd í heimi.. (las það í Birtu minnir mig) á þeim lista voru einnig Kólumbía og Haítí
Last það í Birtu, betri rök og áreiðanlegri heimildir vinsamlega, takk.
6- Í mínum augum er Bush réttdræpur
Púff réttdræpur? Veit ekki fullgróft, nóg fyrir mig að hann fari úr embætti og allt hans hyski.
7- bandaríkin halda því fram að þau séu yfir aðrar þjóðir hafnar, gott dæmi er Ísrael og viðskiptabann á Kúbu
Eina sem Bandaríkjamenn halda fram er að þeir séu valdamesta þjóð í heimi sem og þeir eru! Ekki að gleyma að það voru sameinuðu þjóðirnar sem komu á stofn Ísraelsríki eftir seinni heimstyrjöldina og er eðlilegt að Bandaríkjamenn styðji undir bakið á þeim þar sem að það eru mikið af gyðingum í Bandaríkjunum sem eru í stjórnstöðum. Ef að Íslendingar væru í sömu sporum myndir þú væntanlega styðja við bakið á þeim, ekki satt? Viðskiptabannið á Kúbu er komið á vegna þess að óvild Kúbu í garð Bandaríkjanna varð augljós þegar þeir leyfðu Rússum að koma upp eldflaugum með kjarnaoddum í sem beindust að borgum í Bandaríkjunum og einnig vegna þess að opinberlega hefur Fidel Castro talað gegn Bandaríkjunum oft og margsinnis. Hins vegar myndirðu líka vita ef þú fylgdist með að Bandaríkin eru að létta á viðskiptahömlunum á Kúbu í seinni
Tíð og ef þú ert frá Kúbu og kemst yfir til Bandaríkjanna færðu sjálfkrafa Bandarískan ríkisborgararétt á meðan Kúbversk stjórnvöld skjóta á þá sem reyna að yfirgefa landið á ólöglegan hátt.
8- Varla þarf að mynnast á vopnaeign almennings í bandaríkunum og hvað það leiðir af sér
Vopnaeign í Bandaríkjunum er vissulega mikil en vandamálið felst ekki í því að allir eiga byssu, jú vissulega eru truflaðir einstaklingar í Bandaríkjunum sem eiga auðvelt með að ná í skotvopn og er það miður. En það er eftirlit í flestum ríkjum Bandaríkjanna um hverjir eiga þessi skotvopn og hverjir fá þau (auðvitað eru undantekningar á því og greinilega er eitthvað sem miður fer í þjóðfélaginu þegar jafnauðvelt og raun ber vitni að útvega sér skotvopn) alveg eins og hér á Íslandi. Í jafn stóru ríki og Bandaríkin eru, er mikið um fátækt og mikið um vonleysi og er það einna helst ástæðan fyrir hárri dánartíðni og öðru því tengdu í Bandaríkjunum. En ekki gleyma því að það eru önnur lönd sem eru mun verr farin en Bandaríkin í þessum málum og nefna ber Brasilíu, Indland Pakistan, Mexíkó, Kolumbía og fleiri og fleiri lönd. Einkennilegt að augu almennings skuli ekki berast að þeim í svona umræðum.
9- Það eina góða í bandaríkunum að mínu mati er að til er skrá yfir dæmda nauðgara og barnaníðinga sem er opin almenningi.
Þetta er eins og tvíeggja sverð hjá þér, gættu þín að tala um mannréttindi á einum stað og ert viljugur að henda þeim í burtu á öðrum. Þó að ég persónulega sé sammála þér með að þetta sé góður hlutur þar sem svona glæpir eru ófyrirgefanlegir og því miður eru hlutföll þeirra sem framkvæma þessa glæpi aftur of mikið til að líta framhjá. Ertu enn og aftur að kasta einhverju fram án mikillar hugsunar né rökfærslu.