Ég var í síðustu viku á leiðinni í vinnuna, til þess að komast þangað tek ég venjulega strætó. Þetta var alveg einstaklega kalt og leiðinlegt kvöld. Ég hleyp niður í Mjódd svo ég þurfi að vera sem styst úti í kuldanum og er svo heppinn að ná tólfuna sem fer niður á Grensásveg. Á undan mér inn í strætóinn gengur lítil kona með húfu og trefil vafinn þétt utan um háls og andlit til að verja sig fyrir kuldanum. Ég hugsaði með mér hversu vitlaus ég hefði verið að týna húfunni minni akkúrat þegar ég hafði mest á henni að halda.
Konan fer inn og borgar bílstjóranum og gengur síðan inn vagninn og sest hægramegin í vagninum aftan við miðjuhurðina. Ég sýni bílstjóranum kortið mitt og sest síðan einnig hægramegin, en fyrir framan miðjuhurðina og sný því baki í alla aðra sem eru í vagninum. Áður en ég sest tek ég eftir því að það er lítill hópur af strákum á sama reki og ég (20) sem sitja afast í vagninum og eru greinilega eitthvað búnir að drekka og eru með talsver læti. Ég var að hlusta á iPod’inn minn en var búinn að taka annan eyrnatólið úr svo ég gæti talað í gemsann.
Strætisvagninn leggur svo af stað og ég horfi sallarólegur út um gluggann, en þá heyri ég eitthvað sem fær mig til að lýta við. Í þetta skiptið sé ég strákana betur og sé að tveir þeirra eru rakaðir um höfuðið og eru þeir allir greinilega að skemmta sér mjög og eru farnir að kalla til konunnar sem situr fyrir aftan mig. Hún var greinilega að hunsa þá og ég sný mér aftur fram og fer að fikta í símanum mínum. Þá heyri ég aftur eitthvað og í þetta skiptið fattaði ég hvað ég var að heyra. Brot úr köllum þeirra til konunnar eru greinilega “Nigger”, “Bitch” og “Go Back to…” þetta finnst þeim alveg einstaklega fyndið og ég sný mér aftur við og missi næstum hökuna í gólfið þegar ég fatta hverskonar strákar þetta eru.
Strætisvagninn fer að nálgast staðinn sem þar sem ég fer út, en áður en það gerist fara strákarnir að syngja og endar lagið á “and the white man marches on”. Þá hoppa ég út og horfi á eftir strætisvagninum keyra í burtu.
“Ja, hérna”, sagði ég upphátt og hugsaði svo með mér að aldrei hefði ég búist við því að sjá svona hér, á þessu landi…
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*