Ég yrði svosem sáttur ef Ríkið tæki nú bara upp á því að hafa opnunartíma sem minnsta vit væri í. Come on, til klukkan 14:00 á Laugardögum? Hvaða vitleysa er það?
Einnig er stór ástæða þessa verðs á áfengis hérlendis sú að af því er tekinn fáránlega hár skattur, sem ég vil afnema.
Sko, opinberlega finnst mér að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að sjá um þetta mál.
En með þessum breytingum myndi ég vilja setja ákveðin lög, til dæmis þau að harðbannað væri að neyta áfengis í vinnu nema með sérstöku leyfi yfirmanns, og hið sama gegnir um skóla.
Þeir sem hafa búið t.d. í Danmörk vita að fólk er ekkert að hika við að fá sér bjór eða jafnvel jónu á vinnustað. En menn gleyma því oft að það *er ekki* í lagi, og í Danmörk er einmitt að myndast átak gegn því og eru þeir því að *hækka* aldurstakmörk sín á meðan við erum að lækka þau. Eðlilega, þar sem þetta eru eiginlega eins ólíkar drykkjumenningar og hægt er að hugsa sér.
Mér þykir líka mjög vænt um þetta Íslenska fyllerí. Á Íslandi er alkóhólismi mjög algengur miðað við aðrar þjóðir, en ég held líka að alkóhólista í Danmörk líði ekki vel, og geri ekki starf sitt vel, og því finnst mér rétt að frekar skuli kreista út þá sem eru alkóhólistar og díla við það vandamál með réttum ráðum. Þetta er mín persónulega skoðun, en ég held fast í að þjóðin eigi að kjósa um þetta, og ég geri mér grein fyrir því að langlíklegasta niðurstaðan væri sú að afnema smásömu ÁTVRs.
Ég er hlynntur því að lækka aldurinn niður í 18 ára, ég vil að fólk niður í 14 ára komist inn á kaffihús þar sem áfengi er meðhöndlað (þar sem það á að sjá til þess að þeim sé ekki selt hvort sem er), en ég vil ekki fá hann niður í minna en það.
Aftur á móti vil ég lækka sjálfstæðisaldurinn aftur niður í 16. ;)
Mér finnst fólk í þessari umræðu mjög oft gleyma því að úti í löndum þar sem smásala er leyfð hverjum sem er, ÞAR ERU VANDAMÁL LÍKA, og þar eru vandamál sem stíft er verið að vinna í, en Íslendingar hafa ekki séð ástæðu til þess hérlendis, réttilega. Það á að hjálpa alkóhólistum, sem og þeim er gert, en úti eru alkar bara alkar og… já. Skammast sín ekkert fyrir að svolgra bokku á dag. ÞAÐ finnst mér vera vandamál.