Hér er slóð á net undirskrifta lista sem ég legg til að fólk skoði:
http://www.petitiononline.com/GG1620/petition.html
Ástæðurnar fyrir því að mér finnst að þetta sé mikilvægt er að ég tel að meirihluti Íslendinga sé ekki sáttur við þetta. Ég býst ekki beinlínis við því að þetta geti orðið til þess að við verðum tekin út af þessum lista, en þetta er allavega tækifæri til að lýsa yfir óánægju okkar.
Ég lít ekki á mig sem bandamann George W. Bush og hans manna í þessu stríði og ég vil ekki að íslenska þjóðin sé skráð þannig. Ég vil ekki að neinn Íslendingur mæti á fund George W. Bush, syngi fyrir hann afmælissönginn og sleiki hann upp með því að hrósa honum fyrir þessa innrás. Það er því sárt að lesa um það þegar þáverandi forsætisráðherra Íslendinga gerði það í okkar nafni.
(http://www.politik.is/?id=854 og http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1092220)
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að Íslendingar séu friðsæl þjóð og fari ekki í stríð við neinn. Eina stríðið sem Íslendingar hafa tekið þátt í var þorskastríðið og þá drápum við engan. Nú erum við í stríði við þjóð sem nánast enginn okkar hefur farið til, nánast engin okkar þekkir einhvern frá þessu landi og enginn frá þessu landi hefur nokkurn tíman gert nokkuð á hlut einhvers okkar.
Og þetta er sko ekkert þorskastríð, að þessu er enginn sómi og stolt. Við erum skráðir á lista þeirra sem trúa því að ofbeldi leysi þá vanda sem steðja að heiminum.
Samt er til fólk sem telur þessi fjöldamorð afsakanleg á þeim forsendum að Saddam Hussein hafi verið harðstjóri sem fór illa með þegna sína… ef Írakar hefðu fengið að ráða hefði enginn innrás verið, þetta snýst ekki og hefur aldrei snúist um að “frelsa” Íraka.
Ég sá viðtöl við nokkra borgara Írak rétt áður en innrásin hófst, þar var viðhorfið þannig að enginn vildi stríð, fólk vildi bara fá að lifa sínu lifi í friði en þeir gerðu sér grein fyrir því að meðan þeir byggju yfir allri þessari olíu væri ekkert sem þau gætu gert til að stöðva Bandaríkjamenn í að komast yfir hana.
Þeir sögðu enn fremur að þau hefðu ekkert á móti Bandarísku þjóðinni, heldur lægi beiskja þeirra gegn bandarískju þjóðinni. “Ég vil ekki stríð, en geri Bandaríkjamenn innrás á þjóð mína mun ég að sjálfsögðu koma þjóð minni til varnar.”
Sem margir Írakar gerðu og eru nú “hryðjuverkamenn” í heimalandi sínu, gegn “frelsishetjum” Bandaríkjamanna.
Árásirnar upp á síðkastið í Fallujah eru viðurstyggilegar og ég vil benda á nokkrar greinar hér sem fjalla um hana:
http://www.murinn.is
http://www.michaelmoore.com/words/index.php?id=312
Ég vil líka beina spurningu til þeirra sem studdu og styðja enn þessa innrás í Írak. Ef þú hefðir tvo möguleika, annars vegar hefði aldrei verið ráðist inn í Írak og Saddam Hussein væri enn við völd, og hins vegar væri ástandið eins og það er núna, nema hvað þú værir dáinn.
Hvorn möguleikann myndir þú velja?
Ef ástandið í Írak eins og það er núna er ekki þess virði að þú værir til í að gefa þitt eigið líf eftir fyrir það, af hverju er það þá virði allra lífanna sem hefur verið fórnað fyrir þetta? Þessu fólki þótti alveg jafn vænt um líf sitt og okkur þykir.
Ég hvet alla til að skrá sig á þennan lista og gefa þau skilaboð að þó að Ísland sé skráð á þennan lista sé það ekki vilji Íslendinga.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en gæti trúað því að rökræður af þessu tagi muni halda áfram, ég hef margt meira að segja, en ef við lítum á þetta á eins og ræðukeppni vil ég geyma eitthvað til að nota í “svör”.