JÆJA… nú er mér nóg boðið. Ég bið ykkur að lesa þessa grein (kork) með algjört hlutleysi í kennaradeilunni í huga ykkar. Ég er faðir tveggja barna sem eru í grunnskóla. Ég styð þá tillögu að kennarar fái hærri laun (en það eru samt takmörk) en þeir hafa í dag. En það skulu þeir ekki fá fyrir minni vinnu.
Kennarar fóru í verkfall. (Það er ekkert nýtt, þegar ég var í grunnskóla fóru þeir 2svar eða 3svar í verkfall) Það var þeirra síðasti kostur. Börn fengu enga kennslu. Foreldrar voru frá vinnu. Allir vorkenndu kennurum. Lög voru sett á kennaraverkfallið, þeir neyddir til að mæta aftur til vinnu. Allir vorkenndu kennurum. Kennarar tilkynntu veikindi í stórum stíl og notuðu veikindaorlofið til að semja uppsagnarbréf, fara í messu og fá áfallahjálp.
Vorkennir einhver kennurum lengur??? Ekki ég allavega. Þetta er nú gengið aðeins of langt. Kennarar láta eins og smábörn. Ef þeir fá ekki það sem þeir vilja, þá eru þeir bara hættir. Ég legg til, að kennarar fái árangurstengd laun fyrir starf sitt. Einhver grunnlaun og svo bara bónuskerfi á þá. Þetta yrði til þess að krakkagreyin losnuðu við kennara sem kunna ekki að kenna (það er til nóg af þeim), kennarar legðu meiri áherslu á að hjálpa þeim sem eru aðeins á eftir, einkunnir mundu jafnvel hækka og ef þeim gengi vel í starfi, fengju þeir borgað eftir því. En, þó að þessi hugmynd mín sé góð, þá er ég viss um að kennarar eru ekki hrifnir af henni. Þeir koma með einhver rök gegn þessu, enda er það þeirra réttur. En ef þeir geta nú kannski opnað augun, horft yfir heiminn. þá kannski sjá þeir það að þeir eru ekki einir í honum. Til þess að þeir fái laun, þurfum við að borga skatta og útsvar. Kennarar borga líka skatta og útsvar. Ef ríkið styrkir sveitarfélögin til að borga kennurum hærri laun, hækkar það sennilega skatta. Ef sveitarfélögin fara að borga kennurum hærri laun, þá hækka þau sennilega útsvarið. Og aftur:Kennarar borga líka skatta og útsvar. Fer þá ekki megnið af launahækkuninni í að borga útsvar og skatta???
Þetta er rugl. Kennarar, hættið að láta eins og smábörn. Sættið ykkur við lögin. Takið á þessu máli með þroska, mætið í vinnu, berið höfuð hátt og reynið að semja sem fyrst. Látum fólk sem á raunverulega bágt fá áfallahjálp og minnumst þess að í hvert skipti sem sjómenn fara í verkfall eru sett lög tveimur dögum seinna. Þeir eru neyddir til að fara út á sjó þar sem engir veita áfallahjálp og prestar ekki á hverjum öldutoppi. Þeir stunda þó vinnu sem ber að launa vel. Eða, leggja kannski kennarar lífið að veði á hverjum degi í brælu og stórsjó? Nei, helsta áhyggjuefni kennara virðist oft vera það hvort kaffið á kennarastofunni sé búið. Minnumst látinna sjómanna og virðum sjóinn sem gefur og tekur. Minnumst einnig góðra kennara, sem náðu góðum einkunnum út úr tossum eins og mér….