Þolraun Krists

Þegar Jesú Kristur dvaldi hér á jörðunni í holdi þá takmarkaði Jesú Kristur sig undir sama fyrirkomulag eins og mennirnir. Jesú Kristur fór það ekki með feng sinn í holdi að vera Guði líkur, heldur lægði Jesú sig niður, og lét það sama ganga yfir sig og yfir aðra menn. Jesú sannaði að hægt væri að lifa syndlaus hérna á jörðunni.

Þegar því markmiði varð náð þá gat Jesú borið syndir mannkynsins á herðum sínum og þegar sigrað varð allar freistingarnar þá gat Jesú fórnað lífi sínu til krossfestingar, til þess að frelsa þá sem á Hann trúa. Jesú Kristur lagði líf sitt í sölurnar, til þess að kaupa okkur frelsi með lífi sínu, og því er Hans líf okkar lausnargjald til þess að losna úr lögmáli syndar og dauða (uppskorið fylgikvilla synda, sekt og refsingu). Ef við trúum á Jesú þá erum við undir náð komin, og sannleikurinn (Jesú og orð Hans) gerir okkur frjáls.

Eftir að Jesú varð skírður af Jóhannesi skírara og Hann var tilbúinn til þess að bera syndir mannkynsins á herðum sínum, þá gat djöfullinn freistað Jesú Krists á fullu. Því að þegar Jesú Kristur bar syndir mannkynsins á herðum sínum þá varð Jesú Kristi freistað um ALLT sem hægt er að freista um. Allar ósjálfráðar neikvæðar hugsanir sem hægt er að fá inn í kollinn á sér, og svo hvernig hægt er að verða freistað af umhverfinu og öðru fólki, allt það þurfti Jesú Kristur að þola, okkar syndugra manna vegna, nema hvað Hann syndgaði aldrei né langaði í hjarta sínu til þess að syndga.

Jesú Kristur varð óverðskuldað fyrir öllum þeim vandamálum sem ég og þú eigum verðskuldað að eiga við, og gerði Jesú Kristur það svo að Hann gæti frelsað okkur frá vandamálunum og fjötrum syndarinnar (t.d kærleiksleysi, þráhyggja, sektarkennd, hugarangur, tómleiki, og fleira). Jesú Kristur fórnaði sínu syndlausa lífi til þess að frelsa okkur mannkynið og veita okkur líf í Kristi, líf í fullri gnægð. Þá lífgöf Jesú líka við það að vera fylltur af innra lífi í stað innri dauða og tómleika, og er að það kærleikur Krists sem veitir manni alla þá lífsfyllingu sem hægt er að fá og margt annað með í bónus.

Þannig varð Jesú Kristi freistað um allar syndir á allskonar hátt sem ALL mannkynið átti við að glíma til samans, nema hvað Hann syndgaði aldrei né langaði nokkurn tíman til þess að syndga í hjarta sínu:.

Jesú Kristi var freistað um allar holdlegar girndir sem hægt er að girnast til, freistað um öll vandamál sem fólk býr við og hefur áhyggjur af, freistað um allar þráhyggjur, freistað um allar neikvæðar minningar sem fólk hefur átt (t.d þegar fólk verður fyrir neikvæðri upplifun af hendi mótstöðumanna, og svo þegar misgjörðir og mistök fólks hrjá það), freistað um allar lygar og villukenningar sem til eru (t.d rangtúlkanir í garð biblíunnar, kenningar falstrúarbragða), freistað um allt það sem varðar ólifnaði, freistað um allt það sem varðar smámunasemi.

Jesú varð freistað um allt það sem viðkemur ótta um eigin afdrif og ótta um það hvað öðrum finnst um mann, freistað um allt það sem viðkemur neikvæðum viðbrögðum í garð þeirra manna sem gera á hlut manns, freistað um allt það sem viðkemur því þegar menn brugga illverk og sjá valmöguleika í stöðunni til að valda sem mestri ringulreið (séð hlutina sömu tækifærasinnuðu augum og slæg illmenni), freistað í öllu í því sem viðkemur ofmetnaði, freistað um allt það sem viðkemur efnishyggju og þess konar auðæfaoflæti, freistað um allt það sem viðkemur því þegar fólk bölvar og lastmælir.

Jesú varð freistað um allt það sem viðkemur falstrúarbrögð og hjátrú, freistað um allar geðveikislegar hugsanir sem hægt er að fá, freistað um allar smámunasemi og þráhyggjur, freistað um freistað um allt það sem viðkemur málamiðlanir í eigin mætti til að sigra aðstæður og hindranir, freistað um allar neikvæðar ímyndanir sem hægt er að upplifa, og MARGT MARGT MARGT FLEIRA SEM YKKUR DETTUR Í HUG.

Allar þær andlegu byrðar sem ég og ÞÚ höfum upplifað, það hefur Jesú Kristur þegar upplifað, sigrað og neglt á krossinn okkur til frelsis frá þessum byrðum. Það þarf bara að trúa á Jesú og meðtaka Hann inn í líf sitt svo að maður geti verið leystur undan þessum byrðum og verið í frjáls í Jesú Kristi.

Jesú Kristur hafði frjálsan vilja allan tíman og Hann hafði valið til þess að gera hið góða eða gera hið illa, líkt og við mennirnir.

Þegar rómversku hermennirnir pyntuðu Jesú þá gaf Hann ekkert eftir með því að reiðast eða þá æðrast um sín afdrif, heldur sýndi Hann enn einu sinni að Hann er DROTTINN og elskar alla menn, jafnvel mótstöðumennina. Jesú hélt áfram að gera það sem Honum var ætlað að gera í krafti kærleika Guðs.

Síðan þegar Jesú Kristur varð krossfestur þá hæddu margir menn á fullu. Þannig þurfti Jesú að þola mikla hæðni manna, og var manað Jesú á fullu að stíga niður af krossinum og ,,sanna sig´´ í augum hinna andlegu blindu. Jesú varð freistað til þess að stíga niður af krossinum til þess að ,,sanna´´ sig fyrir faríseunum og þeim sem trúðu ekki á Hann. En Jesú Kristur gaf ekkert eftir með því að reiðast eða þá gæla við að vilja hætta við að deyja fyrir mannkynið, heldur sýndi Jesú enn einu sinni að Hann er DROTINN og elskar alla menn, jafnvel mótstöðumennina.

Segir þetta ekki allt saman til um það hversu merkilegur Jesú Kristur er í sér, fyrst merkileg verk Hans endurspegla það hvað í Honum býr. Verkin vitna um það að Jesú Kristur er sonur Guðs, og Hann er okkar frelsari í lífinu. Jesú sýndi ávallt fullkomnlega hlýðni í garð Jahve Guðs, í öllum aðstæðum, og aldrei á lífsleið sinni neitaði Hann að gera eitthvað sem Jahve Guð vildi að Hann gerði.

Þegar Jesú Kristur hafði uppfyllt öll skilyrði syndleysins, þá gat Hann alveg farið strax aftur til himna ef Hann hefði viljað það, en í kærleika sínum þá var Jesú Kristur svo góður í sér að fórna sínu syndlausa lífi svo að syndugt fólk fengi fyrirgefningu og nýtt líf í Kristi þar að auki. Dýrð sé Guði!

Jesú leysir okkur undan fordæmingu og fjötrum syndarinnar, EN AÐEINS EF VIÐ TRÚUM Á JESÚ KRIST OG MEÐTÖKUM HANN INN Í LÍF OKKAR, OG SÍÐAN KEMUR ALLT HITT AF SJÁLFU SÉR (VILJI GUÐS).

Jesú Kristur sýnir okkur leiðina en við verðum að ganga í gegn um hana og þess vegna snýst þetta um val okkar mannsins um að snúa okkur til Guðs þegar trúað er á Jesú Krist og Hann lifir í manni, í stað þess að Jesú Kristur ýti okkur óviljugum til Guðs. Jesú Kristur sýnir okkur hvernig hægt sé að eiga samfélag við Guð í gegn um Jesú Krist og veg Hans í lífinu. Við mannkynið höfum frjálsan vilja og því verðum við sjálf að meðtaka Jesú Krist inn í líf okkar.

JESÚ KRISTUR ER DROTTINN.