Það er staðreynd að atkvæði þitt hefur meiri áhrif ef þú býrð á landsbyggðinni.
Úff, hvernig á ég að orða þetta.
Jú, ég veit. Þú hefur rangt fyrir þér en ég hef rétt fyrir mér.
Ég hef einfaldlega skoðað kosningakerfið á Íslandi
afar ítarlega og ég veit
mjög vel hvað ég er að tala um.
Ég veit ekki hversu nákvæmlega ég á að fara ofan í þetta enda verið að tala um allt annað en hér er t.a.m. eitt bréf sem ég skrifaði einu sinni um þetta. (Ég get örugglega grafið upp nákvæmari útskýringar ef þú vilt sökkva þér ofan í þetta ;) )
> Það er auðvitað alveg rétt að landsbyggðarkjördæmin hafa hlutfallslega
> fleiri þingsæti en við höfum hér á suðvesturhorninu en hinsvegar er það
> ekki allskostar rétt að vægi atkvæða fólks á landsbyggðinni sé eitthvert
> meira en hjá öðrum landsmönnum - að “einn maður, eitt atkvæði” sé ekki við
> lýði á Íslandi.
>
> Við fyrstu sýn lítur, jú jú, út eins og hróplegt ósamræmi sé í
> kjördæmaskipaninni á Íslandi - landsbyggðarkjördæmin þrjú hafa 10 þingsæti
> og suðvesturhornskjördæmin þrjú hafa 11 þingsæti. Ef maður horfir þannig á
> málið sést t.a.m. að í minnsta kjördæminu, Norðvesturkjördæmi, voru í
> síðustu kosningum um 2200 kjósendur að baki hverju þingsæti á meðan í
> Suðvesturkjördæmi voru 4400 kjósendur að baki hverju þingsæti - tvöfalt
> fleiri semsagt!
>
> En málið er ekki alveg svona einfalt. Það verður að horfa til þess að
> einungis 9 þingsætum í hverju kjördæmi er úthlutað eingöngu samkvæmt
> úrslitunum í viðkomandi kjördæmi (samtals 54 á landsvisu).
> Afganginum, jöfnunarþingsætunum svokölluðu (1 í landsbyggðarkjördæmunum og
> 2 í suðvesturhornskjördæmunum), er svo úthlutað í samræmi við hvernig
> atkvæði féllu á landsvísu og er það gert til að leiðrétta það misræmi sem
> hlýst af ójafnri skiptingu kjördæmasætanna. Jöfnunarsætin ná að leiðrétta
> þennan ójöfnuð að fullu nema í einhverjum mjög absúrd tilfellum.
>
> Til dæmis myndu jöfnunarsætin ekki alveg fyllilega ná að jafna út
> atkvæðavægið ef í boði væru tveir flokkar og annar þeirra myndi fá 100%
> atkvæða í landsbyggðarkjördæmunum þremur og hinn myndi fá 100% atkvæða í
> suðvesturhornskjördæmunum þremur. Þá myndi, skv. grófum útreikningum, muna
> 4 þingsætum að því gefnu að kjörsókn í hverju kjördæmi væri sú sama og í
> síðustu þingkosningum.
>
> En ef við miðum við “eðlilegt” fylgi flokkanna, þ.e. að ekki muni
> einhverjum ósköpum á fylgi flokka á landsbyggðinni og á
> höfuðborgarsvæðinu, og að kosningaþátttaka á landsbyggðinni sé ekki miklu
> minni en á höfuðborgarsvæðinu, sjáum við að með núverandi kosningakerfi
> næst algert samræmi næst á milli heildarfylgis flokka á landsvísu og þess
> fjölda þingsæta sem þeir fá úthlutað.
>
> Til dæmis er einfalt að skoða úrslit síðustu alþingiskosninga og þá sést
> að þingmannafjöldi flokkanna er í fullu samræmi við atkvæði greidd þeim á
> landsvísu. Getur t.d. skoðað þetta á
http://www.kosning2003.is vefinn.
>
> Í hnotskurn;
> 1. “Einn maður, eitt atkvæði” er í fullu gildi í íslenskri kjördæmaskipan.
> 2. Hinsvegar koma fleiri þingsæti til úthlutunar á landsbyggðinni en á
> stór-höfuðborgarsvæðinu. En það er allt annar handleggur.
>
> Ef ég man rétt náði síðasta kosningakerfi líka að leiðrétta mismuninn á
> atkvæðavægi landsmanna en ég þori ekki alveg að fara með það.