Mér líður eins og dýri í ól. Ég er bundinn við eitthvað huglæt sem
gefur mér aðeins vissan slaka og frelsi til athafna. Þetta huglæga
gæti t.d. verið lagakerfið, lögreglan, ríkið eða bara valdið.
Spurning sem ég vill fá svar við er Afhverju?
Ég fyllist af hugmyndum um leiðir í lífiinu, tækifæri, hæfileika mína.
Ég finn fyrir því sem býr í mér… það vill fá að blómstra.
Blómstrunin ekki í andstöðu við samfélgið og er því á engan hátt hættulegt.
Ég vel réttan lifnaðarhátt. En eins og samfélag mitt er orðið myndar
það veggi sem ekki er unnt að komast í gegnum og formar mig við fæðingu.
Hver er það sem fer höndum um þína strengi ?

Hvernig veist þú um hvort ég sé með sömu bragðlauka og smekk og þú ?
Það sem einum finnst gott er augljóslega afstætt.
T.d. eru margir hlutir stórhættulegir en við tökum þá sem sjálfsagða hluti.
Af hverju að leitast við að banna, hindra, hefta mig ?
Þú leyfir mér svo margt sem er jafvel stórhættulegt… en svo bannar þú mér
aðra hluti… En hvað er hættulegt ? Einn vill drekka brennivín, annar ekki, hann
vill drekka djór. En bjórinn er bannaður. Er hann hættulegur ? Þetta er allt svo
fáranlega afstætt, að ef þú ætlar að banna eitt og leyfa annað, verður þú að hafa
eitt að markmiði - aðeins það líða vel getur verið rétt ástand samfélagsins.
Ímundaðu þér hvað þér mun líða vel bara af því að sjá hvað öðrum líður vel.
Það seigir sig sjálft að ef fleirum liði vel þá mun þróun okkar bætast verulega og
hver veitt nema að allir verði sáttir ekki bara þú og þínir sem eiga flotta húsið í
fjallinu fyrir ofan borginna sem eingöngu næstu kynslóðir ykkar njóta góðs af.
Það getur ekki verið mitt rétta ástand að þurfa að eyða allri minni orku, huglægri sem
og líkamlegri í það að berjast við þann ramma sem þú setur mér. Já, mér líður ekki
vel í rammanum þínum. Hann er ekki alslæmur en samt ofþröngur fyrir mig.
Hugsun ykkar er þröngsýn. Ykkar - Þitt hlutverk er að sýna fordæmi í samskiptum,
mannlegum, sanngjörn, rökfræðileg. Í gömlu Kínversku ljóði segir:

Veistu afhverju fólkiið gerir uppreisn gegn Ríkinu
Vegna þess að Ríkir reynir að stýra fólkinu. Ganga fyrir því í stað þess
að ganga á eftir því - fylgja því, eins og sauðhirðirinn fylgir hjörðinni.
Lög sem eru brotin af hundruði manna dagsdaglega geta ekki verið góð lög!


303 have spoken!