Ég nenni ekki að standa í því að skrifa grein um hvað Bandaríkjamenn eru heimskir. Mjög margir, jafnvel flestir eru á því áliti en það er rangt álit. Aumingja Bandaríkjamenn geta lítið að því gert.
Ég neita því ekki að ég er mikill andstæðingur Bush. Ég er á móti öllum stríðum, enginn ætti að hefja stríð. Ég tel þó ekki inn í t.d. stríðsrekstur bandamanna í þeirri seinni því þar var þetta varnarstríð ekki árásar.
Preemptive strike er eitt fáránlegasta hugtak sögunnar.
En við skulum ekki dæma Bandaríkjamenn fyrir val þeirra. Vissulega vonbrigði, því miður hefur Bush farið frá því að vera kjörinn á vafasömum forsendum yfir í að vera einn öflugasti forseti í sögu Bandaríkjanna.
Ég ætla bara að vitna í Göring:
“It is natural for the common people to not want war but, after all, it is a country's leaders who determine policy and it is an easy matter to convince the people. Whether they have a voice or not, the people can always be made to do what their rulers wish. It's easy. All you have to do is tell them they are under attack and condemn the pacifists for their lack of patriotism and for exposing their country to danger”.
Göring var næstráðandi Hitlers í seinni heimsstyrjöld.
Bandaríkjamenn eru undir stöðugum hræðsluáróðri og fá að því er mér skilst lélagar upplýsingar. Það er erfitt að greina á milli áróðurs og frétta. Ég sting upp á því að við hættum þó öllu kanahatri. Þeir eru ekki ógeðslegir og vitlausir.
Pólitíkusar eru ógeðslegir og siðlausir. Og mörg stórfyrirtæki.
Fyrirgefum því bandarísku þjóðinni fyrirfram fyrir hvað sem Bush kann að gera á næsta kjörtímabili. Al Gore hlaut meirihluta atkvæða, og John Kerry náði nánast helming þrátt fyrir að fjölmiðlar hefðu ekki verið honum hliðhollir. (a.m.k. ekki innlendir, þótt að við vitum vel að fjölmiðlar víðast annarsstaðar fluttu allt aðrar fréttir).
Vonandi kjósa þeir betur næst, og vonandi tekst að koma á lýðræði í Írak og Afganistan.