Ef kartöflur eru farnar að rotna er þeim hent. Ef handleggir eru byrjaðir að rotna eru þeir teknir af, og nú er krónan byrjuð að rotna. Því segi ég að við ættum að losa okkur við hana áður en hún kemur íslandi í skuldafangelsi eins og það leggur sig og kemur okkur á velmegunarstig þróunarlandanna.
Nú verða margir brjálaðir og fara að reiva um hluti eins og menningarlegt gildi íslensku krónunnar. Mig langar í því samhengi að benda á hversu lítið það er. Langt fram á þessa öld fóru næstum öll viðskipti í landinu fram í vöruskiptum. Krónan hefur aðeins verið hluti af lífi íslendinga í örfá áratugi. Þetta getur því ekki verið stór missir fyrir menningu íslendinga.
Ég hugsa að það gæti verið góður kostur að taka upp evruna. Hún hefur verið frekar stöðug upp á síðkastið og á aðeins eftir að verða stöðugri sem fleiri lönd taka hana til notkunar. Nú svo getum við alltaf afsakað okkur fyrir hinum þjóðunum og sagt að við höfum alltaf ætlað að taka upp evruna, það hafi ekki komið gengi krónunnar eitt eða neitt við. Auðvitað þyrfti að ganga á ýmsu við umskiptin og landsbúar þyrfti allavegna svona ár til að undirbúa sig fyrir breytingarnar en þegar fólk væri búið að venjast þessu held ég að þetta gæti bara orðið til góðs.
En alveg án gríns þá er ekkert vit í því að vera að halda upp á einhvern gjaldmiðil sem er að verða vita verðlaus bara af því að við nennum ekki eða erum of hrædd til að skipta.
Hvað finnst ykkur?
kv.