Ég ætla ekkert að fullyrða um þetta en er það tilviljun að af öllum ríkjum Bandaríkjanna gerðist þetta í Florida. Ég skoðaði nokkrar staðreyndir um íbúafjölda sýslunnar á netinu.
Sýslan er ein sú stærsta í Florida, þar búa 1,7 milljónir af 17 milljónum Floridabúa (tölur frá 2003). Það eru 67 sýslur í Florida.
Það hefur mikið verið í umræðunni að svartir og latino séu mun líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Þess vegna kom mér það ekki mikið á óvart að í Broward sýslu býr frekar lítið af hvítu fólki. Þannig voru 58,0% íbúa sýslunnar hvítir en samt ekki latino samkvæmt mannfjöldatölum frá 2000. Meðaltalið yfir Florida var þá 65,4%. Svartir íbúar voru 20,5 í Broward miðað við 14,6% yfir allt ríkið. Latneskur íbúar voru hins vegar u.þ.b. í meðaltalinu (16,7 í Broward, 16,8 yfir ríkið).
Núna velti ég því bara fyrir mér hvort þetta sé tilviljun. Ef við segjum að í þessarri sýslu færi 53/45 fyrir Kerry (munurinn vegna svartra) mundi Kerry fá 30.740 atkvæpi af þessum týndu en Bush 26.100. Þarna munar 4.640 atkvæðum sem Kerry tapar. Þessar tölur um atkvæðaskiptingu eru bara getgátur mínar. Vona að þið segið ykkar skoðun á málinu.
Heimild:
http://quickfacts.census.gov/qfd/states/12/12011.html
“I'd love to go back to when we played as kids,