Ég hef lengi verið að velta þessu fyrir mér með almenna kurteisi.
Hvað er svona erfitt við það að vera kurteis og sýna öðru fólki tillitsemi?
Það er allt of mikið af fólki þarna úti sem er skítsama um hvernig það kemur fram og hefur í raun engan áhuga á að sýna betri hliðina á sér.
Hver hefur ekki lent í þessum vitleysingum sem frekjast fram fyrir þig í röðinni á bensínstöðum eða sambærilegum búllum bara vegna þess að þau eru að flýta sér eða finnst þeim hafa meiri rétt en þú? Eða fólkið í umferðinni það er alveg hreint magnað hvað sumir geta verið frekir og óþolandi. þessir vitleysingar sem eru svo mikið að flýta sér að það er eins og enginn annar sé í umferðinni. þarna er ég ekki að ráðast á yngri kynslóðina því eldra fólkið getur verið algjört pain in the ass. (ÉG TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÉG ER EKKI ENGILL, ÉG HEF MÍNA GALLA). En ég reyni allavega eftir fremsta megni að vera kurteis í umferðinni og við fólk almennt í kringum mig og hef í raun lært það betur og betur með tímanum en það hefur alveg þurft þolinmæði og reyndar er það einmitt það sem maður þarf að gera við þá sem halda að þeir séu yfir alla aðra hafnir en það má samt ekki leyfa fólki að vaða yfir sig. (ÞAÐ ERU TIL TAKMÖRK).
Það er mjög gott að sýna fólki kurteisi og gefa aðeins eftir mikilmennskubrjálæðinu í okkur. Ég var frekar slæmur þegar ég var yngri en með tímanum hefur maður lært og líka lent í eins vitleysingum eins og ég var en allavega er ég að reyna og er ég viss um að það er fullt af fólki þarna úti sem er mjög kurteist og aðrir sem eru eins og ég að reyna að leggja sig fram í þessu. en áherslan í þessari grein er á þá sem er alveg drullusama um hina “fávitana” í kringum sig og finnst þeir vera allt of töff fyrir það fólk.
Mig langaði bara að koma þessu á framfæri og svo vona ég bara að þið komið með ykkar hugleiðingar á þetta málefni og hvað ykkur finnst um þetta allt saman.
Það kostar ekkert að brosa