Ég hef tekið eftir því að fólk (aðallega unglingar samt) noti orðin þroskaheftur,fatlaður,mongolíti og fleira í þessum dúr sem neikvæða merkingu! Ef það er verið að tala illa um einhverja manneskju,er hún kölluð mongólíti! Ef einhver manneskja gerði einhver mistök er hún kölluð þroskaheft. Mér finnst þetta fáránlegt!

Ég er 14 ára og hef tekið eftir því að allir vinir mínir nota þessi orð neikvætt. Ég er kannski sú eina sem finnst þetta ótrúlega ljótt og illa gert gagnvart fötluðu fólki. Það er líklega af því að það er fatlað fólk í minni nánustu fjölskyldu og ég hef umgengist fatlaða meira en margir aðrir.

Þetta er ekki það eina sem fólk gerir á hlut fatlaðra dagsdaglega,jafnvel án þess að taka eftir því! T.d. gerir fólk ( ég er ekki að tala um alla) mikið af því að gera endalaust mikið grín að fötluðum einstaklingum.

Ég sá til dæmis um daginn tvo stráka,svona 10-11 ára vera að elta fatlaða eldri konu á hjóli! Þeir hlupu á eftir henni og stríddu henni og öskruðu á hana,svo að hún var gráti næst. Ég afber ekki að horfa á svona hluti svo að ég stoppaði strákana og sagði þeim að hætta að gera grín að henni,hún gæti ekkert að þessu gert. Hvað gerðu þeir? þeir kölluðu mig mongólíta og hlupu í burtu! Þetta vakti mig til umhugsunar þannig að ég ákvað að senda inn þessa grein hér á huga,til að gá hvað ykkur finnst. Mín skoðun er sú að fatlaðir hafi sama tilverurétt og allir aðrir,og að við ættum að taka þeim eins og þau eru!