Jújú, það er viðskiptahalli. Og afhverju skapast viðskiptahalli? Jú, vegna þess að við kaupum meira utan frá en við seljum út. Það kemur nú fáum á óvart þegar spáð er í það að flestallir Íslendingar eru þannig að þeir VERÐA alltaf að eiga allt það nýjasta og flottasta. Svo nefndi einhver það að þeir keyptu nú ekki meira en þeir hefðu efni á. JÚ víst, þeir taka bara lán fyrir því. Svoleiðis er hugsunarhátturinn á Íslandi í dag. Ef þú trúir mér ekki lestu þá opnuviðtalið við leikhússtjórann í DV um helgina. Þar er verið að sýna flotta sumarbústaðinn hennar, rosa fínn, en þegar hjónin voru spurð hvort þau væru svona rík þá bara “NEI, við tókum bara eins stórt lán og við gátum, afborganirnar eru eins og leiga og svo þegar við deyjum fá krakkarnir afganginn og ákveða hvort þeir halda áfram að borga lánið eða selja bústaðinn”. Svo undrast fólk að skuldasöfnun heimilanna aukist.
Jú, svo seljum við náttúrulega minna þegar enginn fiskur veiðist vegna sjómannaverkfalls, en mátti reyna að bjarga þeim fisk sem hægt var með því að fresta verkfallinu um nokkra daga, NEI, það er hefting lýðræðisins. Well, það sem hefst upp úr því er minni fiskur = minni útflutningur = meiri viðskiptahalli = lægra gengi…
Skatt af því að eiga bíl? Jú, það er eignarskattur á húsnæði, afhverju ekki alveg eins á bíl. Ég hefði nú meira að segja haldið að nauðsynlegra væri að eiga bíl. Samt verður allt vitlaust þegar stjórnin vill lækka eignarskatta á húsnæði “það kemur sér bara vel fyrir þá ríku” og bla bla bla. Gildir semsagt ekki það sama um bíla og hús/íbúðir?
Ekki tvíbreiðar brýr um allan þjóðveg 1? Kannski vegna þess að það er ekki forgangsmál, það er örugglega margt annað sem þurfti að gera fyrst.
—————————————
Það er ekki honum að kenna hversu hátt bensínverðið er, en allt hitt stemmir! Þessi maður er langt frá því að vera eins stórkostlegur og fjölmiðlar sýna.
—————————————
Þetta er nú alveg brandari. Fjölmiðlar að sýna hversu frábær Davíð Oddsson er sem forsætisráðherra. Nú er mér allri lokið. Ef eitthvað er þá eru nú íslenskir fjölmiðlar frekar neikvæðir varðandi ástandið í landinu, bara svona almennt, ekki bara með Dabba. Ég hef nú lítið tekið eftir því að þeir væru að hrósa honum.
En ég er allavega MJÖG ánægð með Davíð og ríkisstjórn hans og vil óska honum innilega til hamingju með árin 10.
Ég held ég verði bara að vera sammála GuBBu, hann fær sko atkvæði mitt í ALLAVEGA 10 ár í viðbót.