Sælt veri fólkið.
Hafiði einvhern tímann brotið af ykkur?
Ef svo er: hafðið einhvern tímann verið gómuð?
Ef svo er:Hvernig tókuð þið því?
Illa? Eða vel?
Núna er það svo komið fyrir landanum að flestir hafa látið nappa sig fyrir eitthvað.
Alveg frá litlu brotunum “hvað tókstu margar kökur í leyfisleysi” uppí “hvað tókstu mörg hundruð milljónir”
Og ég held að flestir eigi það sameiginlegt að þeir eru mjög svo tilbúnir að varpa sökinni yfir á einhvern annan.
“kakan lyktaði svo vel og ég var svangur og HÚN bannaði mér að fá mér meira í hádegismat”
Eða
“Það er svo mikil ábyrgð og léleg laun”
En uppáhaldið mitt er alltaf þegar fólk fer að væla yfir því hvernig staðið var að því að góma það. Stundum laumast mamman í felur og grípur mann eða löggan liggur í leyni.
Kannast ekki allir við “Ég keyrði kanski aðeins of hratt bara á 90 á 60 svæði, en helvítis löggan lá í leyni og gómaði ig þannig. Mér finnst asnalegt að hún megi það”
Persónulega fékk ég að heyra það á mínum yngri árum að löggan mætti ekki fela sig :) svoleiðis átti það bara að vera.
Eða fókl sem svíkur undan skattinum og finnst það bara allt í lagi því hann er svo hár.
Eða ráðherrar sem segja lögin úrrelt og framfylgja þeim þarafleiðandi ekki, en það finnst mér alveg stórkostlegt!(persónulega finnst mér sum lög úrellt og mun því ekki fylgja þeim frekar en hæstvirtur Dómsmálaráðherra)
Hvað varð um það að taka smá ábyrgð? Axla smá byrgði? Nú er ég ekki að segja að allir eigi að vera englar og hugsa um alla á undan sjálfum sér.
Ég er enginn engill en ég get þó viðurkennt brotin þegar ég hef framið þau og verið gómaður!
Árni Jónsen er gott dæmi um veruleika brenglaðan mann. Það er maður sem gerði sko ekkert rangt því hann gerði svo mikið gott :)
jæja. Svona er þetta og verður. Ekkert við því að gera. Eða hvað?