það er auðvita bara hálvitaskapur að ætla að stjórna þessum vettvangi.. hann er og mun alltaf vera, voru það ekki þröngsýnir gamlingjar sem bönnuðu áfengi og helltu því út um allar trissur, svo kom yngri kynslóð og aflétti því banni. nú er sú kynslóð að hella niðrum sig líka. eigum við ekki að banna internetið afþví að bókasöfnin og slúðurtímaritinn eru hætt að græða eins mikið.
eigum við að banna email afþví að pósturinn tapar svo miklum peningun á því. þetta er allt hreint og beint kjaftæði. það er verið að kæra menn sem aldrey hefðu keypt öll þessi gögn og þeir dreyfa til einstaklinga sem aldrey hefðu keypt 1/3 af þessu. og hvar er þá tapið. ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð eina einustu popstjörnu betla afþví að ólögleg dreyfing á þeirra tónlist á netinu hefur valdið þeim svo miklu fjárhagslegu tjóni.
hvað þá kvikmyndaiðnaðurinn sem er að velta milljörðum og það er búið að vera deila bíómyndum í fleiri fleiri ár (já ár) þó svo að þetta sé voðalega nýtt fyrir okkur öllum hér á Íslandi þá hefur þetta gengið á lengi. að sjáfsögðu átti löggan að gera eitthvað í málinu, þetta er nú einusinni lögbrot. en það er kominn tími til að breyta þessum lögum og fara selja bíómyndir og sjónvarpsþætti á netinu rétt eins og tónlist.
væri ekki betra að finna lausn á vandanum frekar en að vera með einhverja stórfréttir um handtökur.
og bíða og vona að þetta samfélag hætti nú þessari vitleysu. hmm það gerðu menn hvergi þegar áfengis bann var á, þá voru það bruggarar og og smyglarar sem stungið var í steininn. tímarnir eru aðrir í dag, menn ættu að hætta að hjakka í sama farinu og fara hugsa um lausnir á vandanum en ekki handtaka 0,00000000001% af vandamálinu.
og hvað kostaði svo þetta þýðinga litla og ómerkilega atvik?? það væri gaman að vita hvað skattborgarar þurftu að borga fyrir, eru ekki kennanrar að byðja um hærri laun, það værri kannski ekki vitlaust að gera það og þá gætum við menntað þennan hóp í hinum úreldu en sígildu höfundaréttarlögum.
þetta er vonlaus barátta rétt eins og áfengis bannið og vona ég innilega að ríkslögreglan horfi ekki stórt á sig eftir þetta, þetta eru örvæntingarfull viðbrögð stofnunar sem hefur vandamál sem það geur ekki leist
(þetta er mín skoðun og þarf ekki að vera neins annars)