Hér ar talað hátt um rasista og kynþáttahatara, en af þessum skrifum þá finnst mér að fæstir hafa í raun velt því fyrir sér hvað rasisti er, það er alveg sama hvort menn séu að setja út á litarhátt annara, tungumál, trúarbrögð eða hvað sem er,, allir sem hafa eitthvað út á útlending að setja eru stimplaðir rasistar…!
.
Kynþáttahatari er eins og orðið segir, einhver sem hatar einhvern kynþátt, þ.e. Asíubúa, Svertingja, Indjána, Eskimóa osfrv. það hafa verið til kynþáttahatarar sem hata sinn eigin kynþátt, og eru sjálfsagt enn til, en það er bara margt annað sem kemur til, það er líka til eitthvað sem kannski má kalla menningahatara, trúhatara, og sjálfsagt má finna fleiri orð,,
Ef ég er á móti segjum Íslamskri trú og öllum sem hana stunda er ég þá kynþáttahatari? Ef ég er ósáttur við menningu Tailendinga er ég þá kynþáttahatari? Nei, ekki aldeilis, menn geta verið á móti trúarbrögðum, mnenningu eða tungumáli fólks án þess að vera á móti kynþætti þeirra,,,
Þegar Smugudeilan stóð sem hæst voru flestir íslendingar á móti skoðunum Norðmanna í þeim málum, vorum við þá orðnir kynþáttahatarar?
Mér finnst að öllum sé í sjálfsvald sett hvort hann hafi eitthvað á móti útlendingum, hvort það sé vegna trúarbragða eða menningu, en það er ekki þar með sagt að sá sami sé kynþáttahatari..
Ísland eins og flest önnur lönd í heiminum hefur sína menningu, þjóðtrú, tungumál og séreinkenni, og þetta þarf að varðveita, íslenska er tungumál íslendinga og ef útlendingar vilja gerast íslendingar þá eiga þeir að læra íslensku, það er trúfrelsi á íslandi þannig að allir eiga að hafa rétt til að stunda sín trúarbrögð í friði.
Þegar ég tala um íslendinga þá er ég að tala um hvíta, gula, svarta, rauða osfrv. litarháttur skiptir engu máli.
Að vera þjóðernissinni þarf ekkert að vera það sama og vera kynþáttahatari, þó að margir þessir flokkar snúist á þá sveif, ég tek það fram að ég er ekki í þessum flokki og hef ekkert skoðað þá, en í gegnum tíðina hafa flokkar af þessu tagi farið út í heimskulegar öfgar sem gera engum gott, og síst af öllu lýðræðislegum ríkjum. Að vera þjóðernissinni á að vera það sama og að hafa ást á föðurlandinu sínu og íbúum þess, og gera allt sem hægt er til að vernda það.