Þetta gæti orðið langt.
Íslendingar eru nákvæmlega engu skárri en aðrar þjóðir hvað varðar fordóma, hvort sem það eru kynþáttafordómar eða eitthvað annað. Það er hart að segja það, en þessir fordómar eru okkar eðlilslægir, og þeir *verða til* ef fólk er ekki frætt nógu snemma og nógu vel. Miðað við það að mikill anti-racism áróður hefur verið á Íslandi til dæmis í bíómyndum hvað varðar svart fólk, og því er einmitt alveg áberandi minna af fordómum gagnvart svörtum heldur en gulum og grænum og röndóttum.
Þetta heldur alveg í hönd við þá kenningu mína að rasistar eru upp til hópa heimskara fólk en hitt. Það er fullt af þjóðernissinnum sem hafa rök á bakvið það sem þeir segja, en ég get sagt fyrir mig að 90% rasista sem ég veit um, er einfaldlega mjög heimskt og fáfrótt fólk sem er ekkert að leggja það á sig að pæla aðeins í hlutunum áður en það tileinkar sér einhverjar skoðanir. Undir þessum kringumstæðum tekur eðli okkar við, sem ég tel að fordómar séu innbyggðir í. Rétt eins og það er í eðli okkar að berjast líkamlega gegn áreiti, þá þykir það barnalegt og merki um vanþroska að fullorðnir einstaklingar slái menn og fari í fýlu vegna þess að einhver tók af þeim snuðið. Mér finnst rasismi vera nákvæmlega hið sama.
Og nú þegar búið er að drulla á fávitana, best að tala aðeins um þá sem eiga það til að segja eitthvað smávægilegt af viti. En auðvitað þýðir það ekki að þeir sem eru með þessi rök hafi heila í hausnum; Þeir eru meira eða minna að apa eftir fyrsta rasistanum sem þeir hlustuðu á.
Margir segja að útlendingarnir séu að taka af okkur vinnuna, og að í staðinn fyrir að ráða Íslendinga til vinnu sé verið að ráða útlendinga, og með þessu sé að stuðla að atvinnuleysinu á Íslandi. Fyrirgefið. HVAÐA HELVÍTIS ATVINNULEYSI? Hafið þið talað við Hagstofu nýlega? Ég mæli með því að þið gerið það. Fávitar. Atvinnuvandamál Íslands er fyrst og fremst það að það er ekki nóg af fólki sem er til í að vinna skítadjobbin! Íslenskir, hvítir atvinnuleysingjar eru nú til dags 99% fólk sem *nennir ekki að vinna*.
Í öðru lagi; Íslendingar eru mjög framarlega (eins og í svo mörgu miðað við höfuðtölu) í því einmitt að fara til útlanda og vinna þar. Enginn sér neitt að því, ha? “Hræsni”, kannast einhver við það? “Hroki”?
Og í þriðja lagi; Hvers vegna mega þessir æðislegu, hreinu hvítu Íslendingar ekki bara andskotast til að vinna þá þessi störf sem er verið að ráða útlendinga í? Ef vinnuveitandanum er sama um litarhátt vinnumanns síns sé ég ekki hvernig niðurstaðan ætti að vera önnur en sú að þeir hæfustu lifi af… sem er auðvitað hið besta mál og ég sé ekki hvernig svona “white power”-asnakjálkar geta haft mikið á móti því, fyrst þeir hafa nú svona mikla trú á sér til að byrja með.
Samt skal ég viðurkenna að það er eitt sem pirrar mig við það að útlendingar séu ráðnir. Það eru þjónustustörf. Einhver talaði um pizzahúsin hérna áðan og ég bara verð að vera sammála honum. Þegar pizzasendillinn kemur og þú getur ekki einu sinni talað þitt eigið móðurmál þitt, finnst mér að megi aðeins svona… léttstíga á bremsuna. Það kemur alveg fyrir að þeir séu rosalega hressir, enda hið prýðilegasta fólk, en það kemur málinu bara ekkert við. Ég vil ekki þurfa að kunna Tyrknesku til að spyrja pizzusendilinn einfaldrar spurningar. En pizzusendla þarf maður einmitt sjaldan að tala við; Verra finnst mér þegar útlendingar eru settir á símann, eins og hefur gerst bæði hjá nokkrum pizzastöðum, sem og Computer.is (enda á maður svosem ekkert að þurfa að hringja í Computer.is, hence “Computer.is”), og fleiri fyrirtækjum. Ég sé ekkert að því að þetta fólk sé að vinna þarna fyrst það er hæft til þess, en ég vil bara geta rætt við þann sem ég er að tala við. Yfirleitt er tilfellið einnig það að þetta fólk talar mjög lélega Ensku og er þá varla einu sinni hægt að redda sér með Enskunni. Með öðrum orðum; Það væri minna pirrandi að tala við símsvara… sem er einmitt mjög pirrandi.
En svo vill til að með mér vinnur svartur, Bandarískur grafískur hönnuður. Hann reyndar batnar í Íslenskunni, enda að læra hana í skóla, en almennt talar maður Ensku við hann og það er prýðilegt, enda mikill Enskumaður sjálfur. Ég er hlynntur því að hann sé grafískur hönnuður, forritari, lögfræðingur eða eitthvað álíka, en ég myndi hvorki kjósa hann til Forseta né í símasölu. Og atkvæðamissir hans sá er ekki sökum litarháttar mannsins, heldur eingöngu vegna þess að hann talar ekki Íslensku, og því finnst mér sjálfsagt að Íslenskumælandi fólk hafi forgang þar sem það á við.
Annar punktur við þessar pizzasendlaráðningar er hinsvegar að þetta er einfaldlega eitt af þessum störfum sem vantar *alltaf* fólk í, og Íslendingar eru notlega upp til hópa svo miklir hrokajálkar að þeir sá sé yfirleitt ekki fært um að þurfa að *gera* eitthvað í vinnunni, svo eðlilega fá útlendingar þessi störf. Ég hugga mig því við að fá Úrbanískan pizzasendil við það að ef hann væri ekki þarna, hefð pizzan líklega verið 50 mínútur á leiðinni í staðinn fyrir 40, sem er bara hinn ágætasti díll ef þið spyrjið mig.
Og þið þarna, æðislegu, hvítu, hreinu menn… hvert hefur verið aðalvandamál allra þjóða varðandi innflytjendur? FORDÓMARNIR SJÁLFIR, apakettir! Ef þið hatið alla gula sem koma til landsins, fara smátt og smátt allir gulir að hata alla hvíta. Þetta er bara heimskulegt! Þetta er nákvæmlega það sama og ef fimmti bekkur Digranesskóla ákveður að fara í stríð við fimmta bekk Hjallaskóla… bara svona aþþíbara.
Þið sem hafið eitthvað af viti að segja gegn útlendingum, ENDILEGA komið með rök. Ekki að ég hlusti til dæmis á rök frá algerum fæðingarhálfvitum eins og FÍÞ. Ég gæti einmitt frætt ykkur um fjölskyldu formannsins sjálfs, sem varpar ekki beinlínis eitthvað æðislegu ljósi á þennan æðislega hvíta kynstofn. Define loser. Enda með skít í stað heila, greyið. Ekki vegna þess að hann er rasisti. Hann er rasisti vegna þess að hann er með skít í stað heila.
Eins og þeir flestir.