Furðulegu kröfur kennara.


Kennarar eru það fólk sem vill fá sem hæðstu laun fyrir þá allra minnstu vinnu sem það mögulega getur.
Kennarar hafa alltaf haft þetta sterka vopn, verkfallið þeir spara það heldur aldrei og nota það á u.þ.b 5ára fresti.
Nú er komið að þessu verkfalli og langar mér að fjalla almennt um kjör kennara miðað við aðrar starfstéttir á íslandi.

Kennarar krefjast styttingu vinnuviku úr 40stundum niður í 37,5 stundir, og ekki gleyma því að 1stund hjá kennara er ekki eins og hjá hinum venjulega íslendingi 60mínútur, neeeeei hún er 40mínútur. Kennarar fá 2mánaðar sumarfrí meðan meðal sumarfrí meðal íslendings er í kringum 1mánuð, þeir fá frí í viku fyrir páska og þurfa ekki að vinna á milli jóla og nýárs. Fyrst það er búið að einsetja alla skóla landsins þá er bara ekki möguleiki fyrir kennara að vinna nema að mestalegi 80% starf og mér finnst persónulega 215.000 meðallaun grunnskólakennara ekkert vera neitt ámælisverð, frekar of há ef tillit er tekið til lengd fría.

Mín persónulega reynsla af kennslutímum í grunnskóla er sú að kennarinn segir tökum dæmi, “gerið verkefni 1,1 og 1,2 og lesið, ef þið náið ekki að klára það í tíma þá þurfið þið að gera það heima.” Svo fara kennararnir að dúlla sér á netinu í tölvunni í kenslustöfunni eða að lesa moggann eða önnur tímarit. Mjög auðveld vinna og öfundsverð.

Sveitafélögin munu ekki vera í stakk búin fyrir þessa miklu launahækkun, mig minnir að talað hafði verið um 16% hækkun í allt. 16% hækkun á launum 4.500 starfsmanna ríkisins þýðir mikil verðbólga og eflaust skattahækkanir. Heilinn í stjórnarráðinu sagði að ekki mætti vænta aukins fjármagns frá ríkinu til sveitarfélaganna þannig að búast má við að þetta verkfall geti staðið mjög, mjög lengi, í ljósi þess að sveitarfélögin vöru mjög ílla í stakk búin fyrir.


Leifu