Ég hef oft sagt að fall hvers stórveldis megi rekja til eins óhæfs foringja, eða margra í röð. Neró hraðaði fyrir hruni Rómar (þó veldið hafi haldið saman í nokkrar aldir eftir það), Makedóníuveldið féll saman um leið og Alexander dó og nú velti ég því fyrir mér hvort Bush sé ekki sá maður sem felli Bandaríkin. Nú er ég ekki að tala um að Kanada og Mexíkó muni ráðast inní Bandaríkin og skipta því, heldur að völd þess muni þverra.
Nú þegar eru Bandaríkin farin að finna fyrir vanmætti, þau geta ekki haldið uppi öryggi í Írak og markmið innrásarinnar hafa ekki náðst. Olíuverð hefur snarhækkað og þetta hefur ekki fært USA neina drottnunarstöðu í Mið-Austurlöndum. Evrópusambandið er orðið meira en helmingi fjölmennara en USA og eins og ég nefndi áður nálgast fleiri hagkerfi stærð þess bandaríska.
Og það eru ekki bara efnahagsleg og pólitísk áhrif USA sem minnka, heldur einnig áhrif og álit þeirra meðal almennings í útlöndum. Þannig get ég ekki litið á USA sem táknmynd frelsi og lýðræðis í heiminum, þó landið og einingin sé byggð á hugsjóninni og það sé fjölmennasta vestræna lýðræðisríkið.
Hvernig er hægt að segja að lýðræði standi föstum fótum þar sem undir 50% manna kjósa og menn þurfa að skrá sig fyrir kosningar því engin kjörskrá er til. Er hægt að segja að frelsi og mannréttindi séu virt þegar mönnum er meinað um landvistarleyfi bara af því að þeir séu múslimar. Sáuð þið t.d. fréttina um að Cat Stevens hefði verið vísað úr landi af litlum öðrum ástæðum en vegna þess að hann hefur sítt skegg og les kóraninn, svo ekki séu nefnd öll dæmin um arabana sem var haldið í fangelsum í USA eftir 9/11. Þetta, innrásin í Írak og fleira hefur orðið til þess að veikja veika ímynd Bandaríkjanna í útlöndum. Bandaríkin eru forysturíki í heiminum og geta valið um tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að reyna að veita öðrum ríkjum heimsins forystu en hin er að reyna að drottna yfir heiminum. Bush eins og ótal harðstjórar sögunnar hefur valið seinni leiðina. Mun hann komast upp með það, það getur enginn ákveðið nema bandaríska þjóðin og líka bróðir Bush ef mjótt verður á mununum í Florída.
PS. ég vil ekkert skítkast eins og þú ert bara kanahatari, ég veit vel að Bandaríkjamenn eru fínt fólk þó auðvitað megi finna svarta sauði inná milli. Ég hata bara Bush og alla mennina í stjórn hans, ekki þjóðina. Þetta gæti verið fyrir ykkur eins og gömul tugga en hvaða mál hefur ekki verið rætt áður, þetta er mín skoðun og virðið rétt minn til að halda henni.
“I'd love to go back to when we played as kids,