14 ára krakkar vita ekkert í sinn haus. Þeir vaða upp yfir allt og alla, sí étandi nammi og kók. Skrópa í tíma, hanga í kringlunni dag eftir dag, sníkja peninga og eru fyrir almennt. Þeir kunna auðvitað ekki stafsetningu eða málfræði og íslenskan hjá þeim er nánast enska, svo slæm er hún. Svo ekki sé minnst á það að þeir hafa náttúrulega engan áhuga á tónlist, vísindum, fornleifum, mannkynssögu stærðfræði og bókmenntum. Já, svona eru 14 ára krakkar í dag. Eða hvað?

Svona er maður stimplaður í dag. Ég get ekki tjáð mig á huga án þess að fólk fari að segja að ég sé bara 14 ára og þá er lang best að þegja. Ég á að hlusta á Britney og lesa J17, vera í g-streng upp á háls og buxurnar eiga rétt svo að ná yfir rasskinarnar. En hvað ef ég er ekki þannig? Ég geri ekkert af þessu, er í engu af þessu.

Ef ég segi skoðanir mínar hér á huga, hvort sem um tónlist eða bara… stjórnmál sé að ræða er alltaf tekið fram að “Þú ert 14 ára fífl og veist ekkert í þinn haus”. Það eru ekki allir 14 ára krakkar sem fylgjast ekki með eða taka þátt í samræðum sem snúast um efnahagsmál eða stjórnmál. Það eru virkilega til svartir sauðir sem fylgjast með. Það eru virkielga til krakkar, 12-16 ára, sem hafa vit í kollinum.

Þegar ég þori að láta fram mínar skoðanir þá eru þær, í 50% tilfella, rökkuð niður. ÉG segi skoðanir mínar á netinu því að þar er fólk oftast samræðuhæft um þannig hluti. Ef ég mundi dirfast til þess að tala um eitthvað sem fólk flokkar undir pólitík eða önnur “fullorðinsmál” inn bekkjarins t.d. þá væri ég búin að eyðileggja sjálfstraustið endalega. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Varla er mikið eftir af því sjálfstrausti sem mér hefur verið gefið.

Jahá…

Fantasia