Jæja…alltaf er hægt að treysta því að á huga.is séu einstaklingar sem vita hvað þeir tala um og gera það ekki án þess að vera vissir. Mér sýnist þessi umræða vera annars vegar færð áfram af þeim sem hafa smá samúð með kennurum og hinum sem hafa enga. Hvor hópurinn um sig bullar og bullar og veit ekkert um hvað þeir eru að tala. Einhvers staðar stendur: <i>Það er betra að þegja, því þá kemst ekki upp hversu vitlaus maður er</i>. Held að sumir hér mættu taka þetta alvarlega.
Hvaða heilvita maður heldur því fram að kennarar hafi góð laun?
Hvaða heilvita maður heldur því fram að kennarar séu alltaf í fríi þegar börnin eru ekki í skólanum?
Hvaða heilvita maður heldur því fram að kennarar sinni ekki uppeldishlutverki sínu?
Skv. könnunum verkalýðsfélaganna þá hafa háskólamenntaðir einstaklingar að jafnaði um 254 þús á mánuði í laun. Meðallaun kennara er um 200 þús. Byrjunarlaun þeirra 168 þús. 25 ára einstaklingur nýútskrifaður er því með um 120 þús útborgað. Að vera á kassa í Bónus eða Hagkaup gefur meira í aðra hönd!!! Og ekki þarf háskólapróf til þess.
Kennarar hafa 6 vikna sumarfrí, 7-9 daga í páskafrí og 2 vikna jólafrí. Samanlagt 2 mánuðir og vika. Venjulegt starfsfólk fyrirtækja og ríkisins er með að jafnaði 1 mán og 3 vikur til 2 mánuði, þannig að þarna er nú ekki svo mikill munur. Þessar tvær aukavikur fá kennarar gegn allir þeirri ólaunuðu vinnu sem fer fram í formi yfirferð á verkefnum, ritgerðum og prófum heima fyrir. Já, alveg rétt, kennarar fá ekki þessa vinnu borgaða sérstaklega, því þeir fá auka viku í sumarfrí í staðinn. Þó að krakkar séu ekki í skólanum þá þýðir það ekki að kennarar séu ekki mætir til vinnu, í undirbúning, á námskeið eða sinna því sem viðkemur starfinu.
Í núverandi samningum er kennsluskylda 27 tímar, 9,14 tímar fara í fundi eða teymisvinnu og eru 4 tímar ætlaðir í undirbúning kennslu. Samanlagt eru þetta 40,14 tímar. Hvað er aftur vinnuviku hins venjulega manns aftur löng? 8 tímar 5 sinnum á viku = 40 tímar…kemur á óvart!!!
Ofantalin atriði í greininni eru engan veginn tæmandi. Kennari í yngri deildum er mamma, pabbi og kennari, allt í senn. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að skv. könnun félagsvísindadeildar HÍ voru kennarar með þeim stéttum sem fólk bar mest traust til. Enda ekki furða, þeim er uppálagt að hugsa um börnin þeirra lungann úr hinum virka degi. En samt skilur fólk illa að þeir vilji fá góð laun fyrir vikið. Þó er í lagi að fara fram á að viðkomandi sé vel menntaður, barngóður og fyrirmynd í alla staði.
Ég ætla að biðja ykkur um að kynna ykkur málið áður en þið farið að blaðra út í bláinn. Sér í lagi þið sem þykist ógurlega töff og gagnrýnið verkfallið. Þegar þið þroskist og verðið eldri gætuð þið lent í þeirri stöðu að þurfa að berjast fyrir bættum launum og réttindum, þá skiljið þið kannski hversu barnaleg þessi hegðun ykkar er nú.
Talið um málið á vitrænum grundvelli, ekki blaðra bara og þykjast hafa vit á þessu. Þó að þið hafið einu sinni komið inn í grunnskóla þá vitið þið ekki allt um það mikla starf sem þar er unnið.