Ég var einmitt að gapa yfir þessu, sá þetta í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst þetta alveg svakalega krípí :S Og svo er nú líka einhver samúðarumræða í gangi í tengslum við barnaníðinga, að þeir átti sig ekki á því að það sem þeir gera sé rangt og að tilfinningaumræðan sé svo ofboðslega tilfinningahlaðin (og það geri hana s.s. ómálefnalega). Maður verður bara alveg orðLAUS. Mannandskotinn slapp í rauninni á FORMGALLA. Hvernig stendur á því að svona lagað FYRNIST????? Ha? Bara eins og víxlar og umferðalagabrot… Hann játaði og það er enginn vafi á að hann framdi glæpinn og bara SÝKNAÐUR.. Svo er þessi flennistóra helv. grein um herðingu refsinga varðandi fíkniefnabrot og einhver kella með alþingisbolla segir: “Skýr skilaboð um að glæpir verði ekki liðnir.” HVAÐA GLÆPIR???? Eigum við s.s. að líða suma glæpi en ekki aðra? Ég get ekki séð að neinsstaðar séu skýr skilaboð send barnaníðingum, sem misbjóða saklausum börnum og eyðileggja líf þeirra, til að fullnægja sínum sjúku hvötum. Á bara að gleyma því að það er GLÆPUR eins og hver annar glæpur, með refsiheimild og öllum græju. Maðurinn var ekki að falsa ávísanir, keyra yfir á rauðu eða ræna banka. Hann misbauð barni ítrekað í 6 ÁR!!! FUCK THIS!!!!
Og eiginlega sér maður hvert sem maður lítur að þjóðfélaginu er drullusama um börn. Við borgum fólkinu sem sér okkur fyrir afþreyingu og passar peningana okkar, margfalt hærri laun en þeim sem gæta barnanna okkar. Bara eitt, margútjaskað dæmi af fjöldanum. Hvað er AÐ!!!! ég bara spyr.