Spáin mín frá því í gær um ráðherrahrókeringar framsóknarflokksins rættust ekki. Halldór tók þá ákvörðun að láta Siv víkja, en ég hélt að hann væri of hræddur við konurnar í Framsóknarflokknum til að bjóða þeim svona birginn.
Það var auðvitað það eina rétt í stöðunni að láta Siv hætta, enda var hennar ráðuneyti að fara yfir. Halldór boðaði hinsvegar fleiri hrókeringar 2006 og þykir mér ansi athyglisvert að hann skuli boða þetta með svona miklum fyrirvara. Það er ljóst að hann er að setja pressu á sína menn að standa sig, enda verða allir á tánum eftir þessar yfirlýsingar.
Dr. Gunni lét þessi orð falla um Sivjarmálið: “Hverjum er ekki sama þótt Siv hætti sem umhverfisráðherra? Er hún sjálfkrafa ómissandi af því hún er án tittlings? Því færri framsóknarmenn í ríkisstjórn því betra.” Dr. Gunni er oft mjög fyndin í blogginu sínu, sem má nálgast hér: (this.is/drgunni/gerast.html
Reyndar er ég hjartanlega sammála því sem Dr. Gunni segir um því færri framsóknarmenn í ríkisstjórn því betra. Framsóknarmenn eru alltof margir þar miðað við fylgi flokksins.
Ég hvet fólk til að lesa ræðu Björgólfs Guðmundssonar, sem hann flutti á SUS-þinginu um síðustu helgi.
Ræðan hefur fengið nokkra athygli fjölmiðlamanna enda varaði Björgólfur stjórnmálamenn við því að setja fyrirtækjum skorður með lagasetningu, og skerða þannig frelsi þeirra. Ræða er birt á sus.is.