Ég fékk nú bara þessa hugmynd á grein eftir að ég sá einhverja könnun sem að hljóðaði svona: Finnst þér að það ætti að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum?.
Jæja…ég veit ekki hvort það sé einhver hérna sem býr í Skåne, þá líklegast Malmö eða Helsingborg en ég er samt alveg viss um að það sé einhver hérna sem hefur eða býr í Kaupmannahöfn eða einhversstaðar á Sjálandi.
Ég bý allavegana í Malmö og er bara 15 ára, þrátt fyrir þann aldur hafa ég og margir vinir hér í Malmö skellt okkur yfir til Danmerkur og keypt okkur smá áfengi og megum það alveg. Sumir eru meira að segja hættir að spurja um skilríki. Eftir eitt eða tvö ár þá megum við líka kaupa sterkt áfengi. Ég er alveg viss um að þið hafið heyrt þetta margoft áður en mér langaði bara að heyra ykkar skoðanir á málinu.
Greinin heitir nú “Áfengissaga hjá Eyrarsundinu” þannig að ég ætla auðvitað að lýsa minni sjón á hvernig Systembolaget er alltaf að sökkva niður hér í Skåne (Systembolaget = sænska ÁTVR) því að fólk fer auðvitað bara yfir til Danmerkur og borgar ekki neitt fyrir áfengið þar í litlum eða stórum verslunum sem að græða ótrúlega á svenskunum. Partý gestgjafar, rjúka þarna yfir og kaupa eins mikið áfengi og það getur í matvöruverslunum og allt sem það þarf að taka með sér eru peningar, lestarkortið, skilríki og sitt unga andlit. Ég hef heyrt það að Danska afsökunin fyrir þessu er að ef maður byrjar fyrr þá kanski hættir maður líka fyrr sem er náttúrlega bull og vitleysa því að það er ekkert algengara en eldgömul fyllibitta, ekki búin að fara í bað í mánuð á Rådhuspladsen i Köben.
Áfengið er ekki það eina heldur má líka kaupa sígarettur sem að eru meira að segja seldar í sjálfssala á sumum stöðum. Ég fór í tívolíið í Köben um daginn að vindlasalanum og keypti mér nokkra, hann horfði varla á mig og sagði bara Tyve kroner.
Ég skrifaði þetta allt svolítið gróflega náttúrlega en það var bara því að mér langaði að fá út ykkar skoðanir af þessu en látið mig byrja með að segja að mér er alveg sama um þetta og mín vegna má þetta halda áfram að vera svona.
En svo eru örugglega einhverjir sem að hafa öðruvísi skoðanir.
Kv. StingerS