Hryðjuverk Að sögn rússnesku öryggisþjónustunnar munu um 300 manns vera í klóm vopnaðra manna sem ruddust inn í skólann í morgun. Skella rússnesk stjórnvöld skuldinni á „alþjóðlegar hryðjuverkasveitir“ en þar eru þau talin eiga við tésenska aðskilnaðarsinna. Helsti leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, neitar því þó að menn hans eigi hlut að máli.


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1100912


Svona fréttir heyrir maður á hverjum degi, hvort sem þær eru frá Rússlandi, Írak, Palestínu, Ísrael eða öðrum löndum. Fólk að nota hryðjuverk, nota miskunn mannsins til þess að fá sínu framgengt. Til þess að fá peninga, til þess að láta heri fara, til þess að fá vald. Ekki sakar það að heimurinn fær að vita að þessu og hryllir sig.

Þetta er það sem ég og fleiri landsmenn hlusta á þegar þeir borða graunagraut eða lambakjöt með sósu. Fólk er nánast hætt að taka eftir þessu. Þetta er orðið daglegt brauð. Á hverjum degi eru hótanir um hryðjuverk og gíslataka tilkynnt, oftast frá Írak.

Nick Berg myndbandið fræga sem vakti óhug landans og umheimsins yfir höfuð, sýndi þar sem Bandaríkjamaðurinn Nick Berg var hálshöggvinn, gekk um netið. Hversu mörg svona myndbönd eru nú í gangi? Fölsuð? Ófölsuð? Auðvitað vekur þetta óhug fólks. Það vekur auðvitað óhug fólks vitandi það að fólk er tekið af lífi fyrir að vinna við friðargæslu, ég ítreka orðið friðargæslu. Fyrir stuttu hættu “læknar án lændamæra”, minnir mig, að starfa í Afganistan vegna þess að læknanir voru gjörsamlega drepnir við störf sín. Er þetta hægt? Er þetta fólk siðmenntað? Ætlast það til þess að landi verði stjórnað á þennan hátt? Fólk, sem ætlar að hjálpa, drepið. Það er varla eðlilegt, en af hverju?

Ég býst ekki við því að því verði svarað, í það minnsta á þessum áratug. Ég býst ekki við því að þessi grein hafi nokkur áhrif. Orð 14 ára gamallrar stelpu hefur sjaldan áhrif. En svona er heimurinn. Grimmur. Fullur af andstyggð, fullur af grimmd, sem við sjáum bara í gegnum sjónvarpið, lesum um í fréttunum. Svo höfum við áhyggjur af tánöglum…