Í fyrsta lagi er Fredinn með lesblindu (að mig minnir) þannig að það hefur lítið uppá sig að vera eitthvað að bitchast út í hann fyrir það. Það er leiðinlegt að lesa svona, en þegar að þetta er ekki hægt að laga lætur maður þetta líða hjá.
Einelti sem fólk lendir í er mismunandi og mismunandi alvarlegt eftir því. Mér sýnist að það sé farið að verða mun grimmara og líkamlegra með hverri kynslóðinni á fætur annari núna.
Ég lenti í einelti í lok gaggó, 13-15 ára var mjög slæmur tími þar sem ég var mikið tekinn fyrir einkum vegna þess að ég var:
a) mun minni en flestir aðrir, og því auðveldara skotmark fyrir þessa aumingja sem stunda einelti
b) fastur á mínum skoðunum, og lét ekkert traðka á mér, það hefur líklega æst þá upp
Ég fór ekkert mjög illa útúr þessu held ég, en það var kannski því að þakka að ég er með bullandi sjálfstraust. Einhverjir skiptu um skóla, hjá öðrum dugði að skipta um bekk. Eineltið sjálft eitt og sér er kannski ekki það versta heldur viðbrögð skólayfirvalda. Þau hunsuðu mann alveg, reyndu ekkert. Það drepur niður trú manna á yfirvöld og réttlæti þegar þau eru jafn duglaus og þetta.
Maður þarf kannski að reka sig á það að lífið er skítt og að yfirvöld og réttlæti eru andheiti. En það þarf ekki að gerast á meðan maður er ennþá barn.
Og Engel, endilega komdu aftur þegar þú hefur tekið út þinn þroska.