Ég hef svolítið verið að velta þessum skotárásum í skólum og vinnustöðum fyrir mér.
Við erum líklega öll sammála um það hversu hræðilegar þessar árásir eru en ég held að við ættum að líta aðeins á þetta með augum gerandans.
Ég held að aðal ástæða fyrir þessum árásum sé slæm líðan þeirra sem þær fremja.
Mér skilst að flestir þeir sem geri þetta hafi verið mikið strítt og lagðir í einelti.
Eins og kom fram á öðrum þræði hérna þá leiðir einelti stundum til sjálfsmorða.
Sá sem er tilbúinn að fremja sjálfsmorð er alveg sama um líf sitt. Hvers vegna ætti honum þá ekki að vera sama um líf þeirra sem hafa gert líf hans svona leiðinlegt?
Ég sá fréttaskýringaþátt um málið nýlega og þar var mikið verið að spá í hvort skotárásarmennirnir (strákarnir) iðrist gjörða sinna.
Þetta minnti mig á annað sjónvarpsefni sem ég sá. Þar var verið að rétta yfir nornum.
Þar skipti það prestana miklu máli að hinir dæmdu iðruðust gjörða sinna.
Þó svo að þetta séu ólík dæmi (þar sem nornirnar voru saklausar) þá finnst mér þetta skrítið hvað við þurfum á því að halda að gæpamennirnir iðrist og viðurkenni þar með reglur okkar og viðmið.
Ég hef enga þörf fyrir að þessir strákar iðrist og efast stórlega um að þeir geri það.
Þeim er alveg sama um líf og reglur okkar því fyrir þeim er lífið ekki verðmætt. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þessu.
Ég vil meina að allt sem við gerum, gerum við til þess að verða hamingjusamari. Og þar með allt sem við gerum ekki, gerum við ekki vegna hræðslu við að verða óhamingjusamari. Þetta fær samfélagið til þess að funkera og dregur úr glæpum.
En þegar við stöndum frammi fyrir fólki sem finnst að það geti ekki orðið óhamingjusamara þá erum við í vondum málum.
Ég held að, þó reglur um byssueign muni draga verulega úr þessum árásum, þá verði líka að koma í veg fyrir að krökkum finnist lífið svona verðlaust.
Svo má alltaf líta öðruvísi á málið.
Ef við skiptum heiminum í tvo hópa. Þeir sem leggja í einelti (kúga) og þeir sem eru lagðir í einelti (eru kúgaðir).
Hvor hefur valdið meiri skaða. Þeir sem gera hundruðum miljóna lífið leitt eða þeir fáu meðal þeirra sem eru kúgaðir sem grípa til öfgakenndra aðgerðra gegn kúgurum sínum.
Til að koma í veg fyrir misskilning þá er ég ekki að réttlæta þessar skotárásir heldur að spá í ástæður þeirra.
Ég býst heldur ekki við því að hægt sé að útrýma öllu einelti því það er í raun hluti að mannlegu eðli.
Alls staðar í heiminum vegur fólk sig upp á kostnað annara.
Það verður ekki stoppað, en það ætti að vera hægt að minnka þetta.
Ekki satt?
Kveðja,
Ingólfur Harri