jæja, nú þarf ég að tjá mig pínu ;o)
málið er að ég er orðin svo þreytt á klíkuskap í stjórnmálum lítilla sveitarfélaga! ég er sjálf frá litlu þorpi við sjávarsíðuna þar sem búa undir 300 manns. heimabær minn sameinaðist öðrum stærri bæ…. æ what ever, mér er sama þó ég þekkist e. þetta… ég er frá Bíldudal sem er við Arnarfjörð á sunnanverðum Vestfjörðum og stærri bærinn er Patreksfjörður.

Fyrir nokkrum árum var kosið um sameiningu suðurfjarðanna (Barðaströnd, Rauðisandur, Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur)og var sameiningin samþykkt (því miður) á öllum stöðum NEMA tálknafirði. eins og mér skillst gerði það kosningarnar ólöglegar en samt voru þær látnar gilda! ég var í grunnskóla á þessum tíma, ekki einusinni komin í 10. bekk en flestir krakkarnir á bíldudal voru ósátt við sameininguna. Hinsvegar, eins og venjulega, tekur enginn mark á börnunum og skoðunum þeirra! vegna þess hve ég var ung þá veit ég ekki alveg hvernig staðið var að málum en mér er tjáð að málið hafi verið tæft þar til orðið var of seint að kæra úrslitin, sameiningin var gegnin í gegn!
EFTIR sameiningu kom í ljós að Patreksfjörður hafði verið áleiðinni á hausinn! Bíldudalur var ekki beinlínis á toppnum en hann gekk þó. við sameiningu dró samt P. Bld og Bst niður með sér.
Kosið var í sveitastjórn Vesturbyggðar (það er nafn nýja sveitafélagsins) og eins og sjálfsagt þykir fær fjölmennasti staðurinn flesta menn inn. allt í fína með það EN…

Það hefur orðið mjög mikið um það að Barðaströnd og Bíldudalur sitji á hakanum eftir sameiningu (veit ekki mikið um Rauðasand).
T.d. þá fær Patreksfjarðarskóli samþykkt meira og meira fjármagn samstundis en Bíldudalur fær smá með herkjum, það er jafnvel erfiðara fyrir Barðaströnd að fá fjarframlag (fyrir 3 árum var það vegna þess að þáverandi meirihluta í stjórninni var illa við skólastjóran!). Það verður að teljast eðlilegt að P. fær meira framlag en Bst og Bld. EN það þýðir ekki að það sé réttlætanlegt að Bst og Bld sitji á hakanum!
annað nýlegra dæmi; P. biður um MILJÓNA framlag til endurbætingar á samkomuhúsi sínu, sem er þegar í nokkuð góðu standi (amk. miðað við Bld) og fær samþykkt án erfiðleika, Bld biður um nokkur HUNDRUÐ ÞÚS. til endurbætinga á samkomuhúsi sínu (aðalega elhúsi þar sem heitavatnið virkar ekki einusinni rétt, hvað þá ofninn!) og það fæst með herkjum að fá það SKOÐAÐ.
við sameiningu var lofað íþróttahúsi á Bld en það hefur enn ekki orðið að veruleika. ekki það að Bld hafa ekki reynt! það var gerð söfnun f. nokkrum árum og byggður grunnur og hafði stjórnin samþykkt að leggja frjármagn í framkvæmdina en svo var aldrei!
Sundkennsla f. 1-10 bekk á Bld var alltaf á Tálknafirði (í 25m. keppnislaug) en við sameiningu var hún færð á P. það bætir samtals 1 klst við rútuferðina (fram og tilbaka) og krakkarnir “læra” sund í 16,5 m langri 8 m. breyðri laug. flestir krakkarnir á Bld eru illa, ef eitthvað, syndir.


Það sitja líka Bíldælingar í stjórn en þeir eru ekki í meirihluta og þvi þarf líka patreksfirðinga til að samþykkja ef á að gera e-ð sem Bld vill, það fæst hinsvegar ekki alltaf. afhverju? mín ágiskun er KlIKUSKAPUR í patreksfirðingum að láta allt til P en Bst og Bld fá rest

Svo má nefna dæmi um það sem bæjar/sveitar stjórinn (sem er búsetttur í RVK) kemst upp með! hann samþykkti sjálfur persónulega án þess að spyrja kóng né prest (í þessu tilfelli stjórn né nefnd) þorskeldi við Arnarfjörð. Fyrst á litið er það gott fyrir atvinnuvegin EN ef hugsað er aðeins betur gæti þetta haft MJÖG slæmar afleiðingar. Málið er að Arnarfjörður er eitt helsta rækjusvæði á Íslandi og Bld er byggður á fiskveiði og RÆKJUveiði (þegar Rauðaserían -frystihúskeðja á Vestfjörðum- fór á hausinn var það Rækjuver sem hélt Bld uppi). Ef þorskeldi er komið af stað í Arnarfirði gæti það þýtt alvarlegar afleiðingar fyrir rækjubúskapinn. Stjórinn samþykkti þetta strax án þess að fara fram á umhverfismat eða ráðfæra sig við stjórnina. það hefur, að mér skilst, þegar verið kvartað við einhver ráð og nefndir en ég bara verð að tjá mig! þetta er gengið OF langt. og eins og mér skilst er lítið hægt að hreyfa við stjóranum því hann og form. stjórnarinnar eru bestur vinir, amk. er ekkert hægt að gera fyrr en í næstu kosningum en eins og áður fá P. fleiri menn á þing og þar gegnur allt vel svo lítilla breytinga er að vænta.

Með einhverjum lögum (eða reglugerð) sem er unnið að verður bæjarfélögum BANNAÐ að hafa færri en 1000 manns sem þýðir að Tálknafjörður VERÐUR að sameinast Vesturbyggð. Sem yrði HRÆÐILEGT fyrir Tálknafjörð. Tálknafjörður er eitt af fáum fámennum sveitarfélögum (það búa 350 manns) sem eru á upleið og hafa verið það í mörg mörg ár.

Það gæti verið að einhverstaðar á landinu hafi sameiningar tekist vel en á Sunnanverðum vestfjörðum var það hræðileg reynsla!

IceQueen

-endilega svarið og segið hvernig er hjá ykkur (og ef þið eruð í Vesturbyggð endilega segið hvort þetta er rétt skillið hjá mér)
-ég er viss um að ég hafi gleymt einhverju, en ég bæti því þa inn seinna