Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hafi tekið eftir fréttum hjá stöð 2 um daginn um hagnað hjá landssímanum. þar kom fram að hreinn hagnaður hafi verið um 7 þúsund ( 7.000 ) miljónir. þetta er á meðan að gjaldskráin hjá þeim hefur hækkað um 200% síðan 1994.
ég var að velta fyrir mér afhverju fær sona lagað ekki meiri umfjöllun í fjölmiðlum. því mér sýnist það alveg ljóst að þeir eru að mergsjúga almenning með okur verðlagningu á símaþjónustu.
jú íslandssími er komin. en mér sýnist hann bara vera með eitthvað smá lægri taxta. og það er bara hægt að versla við þá ef maður er með visa. sem ég er ekki með. og ekki nánda nærri allir. svo þetta er langt frá því að vera full samkeppni sem landssíminn fær.
núna eru að verða 2 ár síðan landssíminn var einkavæddur og manni fynnst að ef eðlilega hefði verið staðið að hlutunum þá eigi að vera komin fyrir löngu eðlileg samkeppni á þessari þjónustu. því það segir sig sjálft að fyrirtæki sem skilar sona geðveikum hagnaði er einfaldlega að okra á þjónustu.