Halló, Huguðu einstaklingar. Núna langar mig til að spyrja ykkur:
Eru “Sameinuðu” Þjóðirnar samansafn hálvita og lúsera sem þora ekki að gera skyldu sína?
Í gær, (18apríl), þá var ályktunnartillögu frá Bandaríkjamönnum, þar sem fjallað er um mannréttindabrot í kína, vísar frá, á ársþingi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf . Í tillögunni er kúgun Kínverja á trúarhreyfingunni Falungong fordæmd auk takmarkana sem Tíbetbúar búa við og þungir dómar sem stjórnarandstæðingar hljóta.
Vísað frá…
Já, talað er um að heimurinn fari versnandi. Ég held ekki. Heimurinn er staðnaður. Kínverjum tókst að fá liðsinni frá mörgum Afríkuþjóðum, og tillagan var felld með 23 atkvæðum gegn 17.
Kostning um það hvort að tillaga um mannréttindabrot í Kína, komist á framfæri?
Hvað er að?
Tillagan átti einfaldlega að komast að, án allara málalengingar, eða kostningar. Náttúrulega er það ótrúleg kaldhæðni í því að Bandaríkjamenn hafi sett þessa “ályktunnartillögu” fram; þeir ættu að pússa siðgæði sitt til og koma því til nútímans, með í því, t.d, að banna/koma reglu á þessa almennu skotvopnaeign þar á bæ, og samþykkja ályktunina um loftslagsbreytingarnar, (man ekki hvað hún heitir, “Kíjótó” eitthvað….)
En aftur að Kína.
Qiao Zonghuai sendiherra Kínverja hjá mannréttindanefndinni sagði ályktunina innihalda meiðandi óhróður…
Óhróður?
Kínverjar eru, _til dæmis_ að kúga Tíbeta… Dalai Lama þurfti að flýja aftöku sína, það er ég viss um. Síðan eru það meðlimir Falungong, sem eru látnir sæta harðræði og pyntingum í fangelsi, sem þeim var hent í vegna trúarbragða og/eða skoðanna sinna.
Nefndin _á_ að fjalla um ályktunartillöguna þar sem grundvöllur almennra réttinda er sá, að þau eiga við í öllum löndum, á öllum tímum, og ekkert ríki getur látið það viðgangast að þessum reglum sé ekki fylgt fram.
Kínverjar ættu að fylgja alþjóðlegum stöðum um mannréttindi eins og önnur ríki, ella fá að finna til, í gegnum viðskiptahöft osfr, sem er að mínu mati mjög erfitt, vegna þess að Kína er, jú, ekkert lítið land, og Kínverjar geta vel séð fyrir sjálfum sér.
Þetta er í 10. skipti sem vestræn ríki reyna að fá þessa tillögu um mannréttamál í Kína samþykkta.
10 skiptið.
Þvílíkur farsi.
Kveðjur…
[Ç]
“I disarm you with a smile, and cut you like you want me to…”