Ég vil bara aðeins koma þessari umræðu af stað þótt það sé kannski búið að koma áður. Ég tel þetta vera mjög alvarlegt mál því fólk getur mótast af svona hegðun og þá um leið skaddast í langan tíma og jafnvel ævilangt. Ég er reyndar ekki að tala af reynslu því ég slapp við allt einelti. Ég var hinsvegar gerandi í eineltismáli. Ég lagði strák í einelti þegar ég var í grunnskóla ásamt fleiri strákum. Við fórum oft nokkuð illa með hann, ég vil bara benda fólki á að ég viðurkenni það allveg að ég var fífl á þessum tíma. Mér líður hræðilega yfir þessu og ég sé rosalega eftir því að hafa lagt þennan strák í einelti. Í nýlegri könnun sem kom fram í fréttum kom í ljós að 1 af 4 af strákum í grunnskóla hafa lent í alvarlegu einelti og kvíða því að fara í skólann. Þetta eru sláandi tölur og ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hversu algengt þetta er. Það gerði allgerlega útslagið hjá mér þegar ég frétti frá strák sem þekkti þennan strák sem ég lagði í einelti að hann hafi hugsað um sjálfsvíg á þessum tíma. Ég fékk í magann þegar ég heyrði þetta og mér leið illa í marga daga. Ég get ekki ímyndað mér hversu illa þessum strák leið þá og trúlegast í dag og ég er ógeðslega fúll út í sjálfan mig fyrir að hafa gert þetta. Það er staðreynd að þetta er algengara hjá strákum en samt kemur þetta fyrir hjá stelpum líka, ég hef orðið vitni að því. Mér finnst þetta mál vera jafn alvarlegt ef ekki alvarlegra en fíkniefna vandi unglinga. Þetta er pottþétt eitthvað sem getur fengið manneskju til að lenda eiturlyfjaneyslu.
Mér finnst að það eigi að vera einhverskonar fræðsla um áhrif af þessu í grunnskólum landsins.
Ég vona að einelti minnki á næstu árum, annars er þetta bara tímasprengja sem mun hafa gífurleg áhrif á næstu kynslóðir.
Ég veit allavega að ég fyrirgef aldrei sjálfum mér fyrir að hafa tekið þátt í þessu.
-cactuz