Það er alveg furðulegt að fólk skuli ekki skilja það að þetta er áhugamálasíða sem er með fullt af áhugamálum. Notendur geta farið inn á sitt áhugamál og fræðst meira um það eða frætt aðra. Ég held að hugmyndin á bakvið huga.is hafi ekki verið sú að fólk ætti að fara inn á þær síður sem það hefur ekki áhuga á og verið með skítkast út í eitt. Það sem þetta snýst um er að fólk kemur á sitt/sín áhugamál og nýtur þess að vera á huga.is og skrifa og lesa um það sem það hefur áhuga á…

Fólk á að geta sagt skoðanir sínar á meðan það er ekki í þeim tilgangi einum að vera með drulluhendingar út í þetta og hitt áhugamálið sem sá hinn sami hefur engann áhuga á. Ég bara skil ekki þann hugsunarhátt hjá fólki að það hafi gaman að því að koma inn á áhugamál sem það hefur engann áhuga á og segja hvað það er leiðinlegt. Þetta er bara til þess að skapa leiðindi og skítamóral.

Stundum finnst mér þetta bara snúast um það að fólk kemur inn á korkana og póstar einum eða fleiri póstum um það hversu mikill viðbjóður viðkomandi áhugamál er í þeim einum tilgangi að safna sér stigum. Þetta er það eina sem ég hef á móti þessari stigasöfnun. Þetta var ennþá verra þegar fólk fékk stig fyrir að svara greinum, þannig að mér fyndist það ráðlegast að leggja niður stigagjöf fyrir það að pósta eða svara korkum.
Ég hef ekkert á móti hinni stigagjöfinni, því að við Adminar á hverju áhugamáli fyrir sig sjá til þess að ekkert sorp fari inn á það áhugamál, því að það þarf að samþykkja greinar, myndir og kannanir. En það þarf ekki að samþykkja pósta á korknum þannig að ég segi: “Leggjum alveg niður stigin á korknum og vonum að skítkastið minnki !!!”

Ég veit ekki hvort það er hægt að loka á eitt áhugamál eða fleiri hjá notenda ef hann hefur komið þangað í þeim einum tilgangnum að kasta mykju. En ég væri hlyntur þeim möguleikanum ef hægt væri að koma með nógu góð rök til vefstjóra til að loka á eitt eða fleiri áhugamál fyrir þessum hinum notendum sem eiga það skilið.


Kveðja

Reyni