Af einhverjum ástæðum er ekki einu sinni malbikað frá Akureyri til Mývatns, hvers vegna er ekki malbikað þarna? Bæði er þetta Hringvegurinn og síðan fer gríðarlegur fjöldi ferðamanna þarna um.
Mér finndist reyndar líka eðlilegt að það væri malbikað alla leið til Egilsstaða. Á köflum á leiðinni til Egilsstaða þá eru margir hörmulegir kaflar og núna um helgina var þetta viðbjóður, hlákan gerði þessa vegi, sem eru yfirleitt slæmir, að drulluógeði. Jeppar voru síðan búnir að keyra ofan í drulluógeðið sem gerði vegina enn verri.
Vopnafjarðarheiðin er slík hörmung, hvort sem hún er blaut eins og núna um helgina eða í “toppástandi”, að ég get varla lýst því. Ég hef tvisvar þurft að ferja fólk, sem hefur lent í bílveltu, niður af heiðinni.
<A href="