Það er mikið til í grein sem að Mimir skrifað hér á Huga í dag í þeim hluta sem fjallar um ábyrgð eða öllu heldur ábyrgðarleysi.

Mimir skrifar:
“Annars get ég ekki séð að ráðherrar hafi mikla ábyrgð. Hér ríður hvert hneykslið á fætur öðru yfir. Og taka blessaðir ráðherrarnir ábyrgð á því sem þeir hafa gert. Nei þeir sitja sem fastast og beita sér fyrir lögleiðingu hneykslisins.
Þegar láglaunamaður stendur sig ekki þá er hann rekinn.”

Það virðist vera landlægt í íslenskum stjórnmálum að menn þurfi ekki að bera neina ábyrgð á gerðum sínum. Ef að menn gera eitthvað af sér þá þurfað þeir bara að lifa af ca. 2 vikur af orrahríð og síðan sleppa þeir. Ef að það eru einhverjir sem að eru síðan að minnast á þessi afglöp manna eitthvað seinna þá eru þeir menn kallaðir hefnigjarnir, þrasarar eða sagðir fara offari.
Það er svo mikið af svona málum að það er erfitt að reyna að muna eitthvað eitt þeirra. Það sem að helst kemur í hugann er STEF málið með gjaldið á geisladiskum sem að fór ekki framhjá neinum notanda Huga þegar að það fór sem hæst. Þetta er kannski slæmt mál til að minnast á því að ráðherra var einungis að framfylgja lögum sem sett höfðu verið áður og reglugerðin var sett til að fullklára lögin. En þegar að Björn Bjarnason varð var við það hversu miklum mótþróa þessi reglugerð mætti þá var gjaldið skorðið niður um helming og allir þögnuðu. Það eru all flestir sammála því að þessi gjaldtaka er mjög óeðlileg og ósanngjörn þá hefur lítið sem ekkert heyrst í þeim fjölda manns sem að eru svona mótfallinn þessari gjaldtöku.
Annað mál er þegar að borgin byggði tengibygginguna milli Kringlunar og Borgarleikhússins og fór nokkur hundruð milljónum frammúr áætlun þá var engin dregin til ábyrgðar.
Það er hægt að draga fram helling af svona málum þar sem að afglöp manna eru bara grafinn og gleymd. Ef að svipuð atvik ættu sér stað víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi þá væru þessir menn og konur látnir taka pokann sinn.

Hvað þarf að gera til að menn verði dregnir til ábyrgðar á Íslandi? Hversu alvarleg þurfa afglöp í starfi að verða til að opinberir starfsmenn segji af sér vegna þeirra?

Eruð þið með einhverjar hugmyndir?

Xavie