Mig langaði að athuga hvort að ég væri virkilega svona skrítin að vera sá eini sem finnst þessi hugmynd alveg fáránleg??
Ég meina.. hvers eiga litlu strákarnir að gjalda? Þetta er mismunun á grundvelli kynja og er rangt!
Hugsið ykkur t.d. aðstæðurnar: 10 ára tvíburar, stelpan fær að fara en ekki strákurinn. Honum finnst hann vera verri bara fyrir það eitt að vera strákur. Þetta er eitthvað sem gaman og allir krakkar myndu vilja.. ef ég væri þessi 10 ára strákur hefði ég orðið ansi sár!
Gott framtak hjá Visi.is að leyfa strákunum að koma með líka, húrra fyrir þeim!
Ég allavega er mjög hissa á að engin skuli tala um þetta, hvað yrði sagt ef að einhver kæmi með hugmyndina: Takið synina með í vinnuna dag ?? .. Hvað myndi þessi blessaða Auður kraftakelling segja þá?
Allavega.. ég er mjög pirraður yfir þessu !.. Ég er heldur ekki að segja þetta af því ég eigi son því ég á hann ekki, en ég á dóttur.