farið að hýsa hatur í garð annara manna. Málið er að sumir hérna eru farnir að koma og segja : Hommar eru ógeðslegir og hommaógeð er oft kastað fram hérna á þessari síðu og má benda sérstaklega á Alþingis áhugamálið. Þetta er farinn að vera virkilegt áhyggjuefni, þar sem í aukin mæli er farinn að spretta upp allskonar níðyrði og skæting gagnvart samkynhneigða og útlendinga. Þegar ég sé þetta þá hugsa ég til þess hvort að það sem Illhugi er búinn að vera segja um tjáningafrelsi eigi skylt við Huga. Fyrir þá sem vita það ekki hefur hann verið í ritdeilum við t.d Jón Steinar ( sem er hægri hönd Davíðs Oddssonar.) og fleiri um tjáningafrelsi á Íslandi. Á að vera tjáningafrelsi hérna?? Vissulega segi ég, en að takmörkuðu leyti, það er ákveðin strik sem menn mega ekki ganga yfir og tel ég það vera að ráðast á fólk fyrir kynhneigð sína eða litarhátt. ( svipað og Fluffster og Scope málið sem kom fyrir nokkru síðan). Sumir hérna hafa jafnvel verið að lofsyngja og reyna mála allt fagurt og tala um hvað Framfaraflokkurinn og Íslenskir Þjóðernissinnar séu mikið hugsjónar menn. Það er mesta þvaður sem ég hef heyrt, því jú þessir menn eru ekkert menntaðir, lítt lesnir og menningasnauðir. Já, fyrirgefðu ef ég hljóma eins ég sé með menntasnobb ,en hvað með það? Þetta er sannleikurinn. Þessir menn eru snauðir af allri frumlegri hugsun og auk þess virka sorglegir þegar þeir reyna koma sínu máli á framfari t.d á Silfur Egils. Auk þess eru þeir alltaf að ljúga til um málstað sinn.
Hvað er ég að reyna segja?? Við ættum ekki að verið staður sem fordómar eiga heima.
Through me is the way to the sorrowful city.