Halló, halló, halló!
Alþjóðlegt flugsvæði, sem er yfirlýst af meiri hluta þjóða á þessari yndislegu jörð, er alþjóðlegt flugsvæði þítt að Kínverjar neiti því. Afhverju eru menn að taka upp hanskann fyrir Kínverja, hafa menn glemyt atburðunum á Torgi Hins Himneska Friðar?
Bandaríkjamenn hafa flogið þarna síðann í kalda stríðinu, enda senda Kínverjarnir orustuþoturnar af stað á sama tíma alla daga, it's like clockwork.
Það eru nú augljóst hver á sök að m´lai hér, ég efast nú stórlega um að 24 ameríkanar hafi næstum því fórnað lífinu til að granda kínverskri orustuþotu, svo voru þær nú tvær, við fáum bara ekkert að vita hvað hinn flugmaðurinn veit um málið. Kínverjar eru að nota þetta til propaganda eins og venjulega.
Þessi amerísku hermenn *ERU* í gíslingu, það eru spekúlasjónir um að þeir verð dregnir fyrir rétt fyrir njósnir, sem er dauðadómur í Kína.
Þá fyrst byrjar þriðja heimstyrjöldin ef Kína myrðir 24 ameríska hermenn.
Sjálfur hef ég fylgst með í gegnum gerfihnött, kínverskum fréttaflutningi og þeim amersíksa, og finnst mér nú fordómarnir og áróðurinn hjá Kínverjunum vera hlægilegur.
Lofthelgin sem Bandaríkjamenn voru að fljúga yfir er eins og stendur verið að deila um. Amk 3 lönd gera tilkall til þessara eyja sem lofthelgin liggur yfir. Engu að síður er vel skiljanlegt að Kínverjar hafi verið ósáttir við veru njósnavélarinnar þarna - Bandaríkjamenn myndu örugglega ekki láta Kínverska njósnavél sveimandi 12 mílur frá strandlínu Bandaríkja Norður Ameríku óáreitta. Heldur betur ekki. Kínversk stjórnvöld hafa samkvæmt lögum fullan rétt til þess að taka áhöfn njósnavélarinnar af lífi því að þeir lentu á kínverskri grundu. Ekki það að neinn sé að mæla með því - þeir bara hafa lagalegan rétt til þess.
—-
Eitt stærsta vandamálið er að fíflið hann Bush veit ekki í hvorri rasskinninni hann á að klóra sér. Eftir að hafa verið frá völdum í 2 kjörtímabil er Repúblikanaflokkurinn nokkuð týndur í utanríkismálum og reyndar lítur ekki út fyrir að þeir hafi neina fastmótaða stefnu í þessum málum. Aðgerðir þeirra eru óákveðnar og tvístígandi vegna þessa, hraðsoðnar 5 mínútna DO-IT-YOURSELF-FOREIGN-POLICY ákvarðanir eru teknar og enginn veit hvað gerist næst.
Í kínverskum blöðum stendur að flugvélin hafi beygt snögglega. Pentagon menn halda því fram að flugvélin hafi verið á sjálfsstýringu - ef það er satt þá er ómögulegt að flugvélin hefði getað beygt snögglega. Kínverski flugmaðurinn heldur því fram að njósnavélin hafi verið ábyrg fyrir dauða hins kínverska flugmannsins.
—-
Eins og ég og fleir höfum nefnt hér að ofan í annari grein þá er ólíklegt að raunverulegu ástæða deilunnar sé að finna neinstaðar í fjölmiðlum. Bandaríkjamenn myndu ekki reita Kínverjar svona til reiði nema þeir hefðu eitthvað á því að græða. Síðan stjórnmálaflokkur Chiang Kai Shek flúði til Taiwan og tók við völdum þar og Kommúnistaflokkur Maó Zedong, CCP, tók yfir Kína hafa samskipti milli Kína og Taiwan verið stirð. Bandarískur efnahagur hefur verið á niðurleið undanfarið og margar hrakfaraspár verið um útkomu þess. Einn stærsti og arðvænlegasti iðnaðurinn í USA er vopnaframleiðsla því eins og allir vita þá búa Bandaríkjamenn yfir mjög háþróaðri hernaðartækni. Aftur á móti er ekki eins og þeir geti bara selt þetta eins og sælgæti því að sala á slíkum vopnum getur oft haft stórvægilegar pólitískar afleiðingar þar sem þetta raskar hinum meira en mikilvæga POWER STATUS á milli landa. Þessi status er einmitt alveg sérstaklega viðkvæmur í Asíu og breytingar einu landi í hag hafa ýmsar afleiðingar eins og menn geta ímyndað sér.
Taiwan hefur á síðustu árum efnast vel á ýmiskonar framleiðslu s.s. í tölvuiðnaðinum og er nú tilbúið að kaupa AEGIS-missile system af Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn eiga ekki auðvelt með að selja erkióvini Kína háþróað vopnakerfi því augljóslega myndu Kínverjarnir ekki vera mjög sáttir við það því að það myndi auka spennunna milli Taiwan og Kína svo um munar. Auk þess myndi það hafa skemmandi áhrif á sambandið á milli Kína og Bandaríkjanna. En undir yfirskini þessara “stóru” njósnavéladeilu geta Bandaríkjamenn selt Taiwan þetta óforskammaða stjarnfræðilega dýra AEGIS kerfi án þess að vera of miklir peningaaumingjar í augum alþjóðasamfélagsins - þar sem núna er salan bara Kínverjunum sjálfum að kenna. Bandaríkjamenn labba í burtu með bros á vör, $$$$ blik í augum og CHINGCHING í eyrum og óbrotið orðspor á alþjóðavettvangi. Munum að það var kínverskt lík sem flaut í sjónum eftir þennan árekstur - ekki bandarískt og þessir peningagráðugu eiginhagsmunaseggir eiga örugglega ekki eftir að biðjast afsökunar á einu eða neinu fyrr en gengið hefur verið frá sölu þessa bölvaða AEGIS kerfis.
Svo skemmir það ekki fyrir að ef Taiwan og Kína sprengja hvort annað upp í tætlur á endanum. Þá væri nú meira en auðvelt fyrir USA að auka ítök sín í Asíu. Bara mæta á svæðið og gera það sama og þeir gerðu með Truman Doctrine og Marhsall Plan í Evrópu eftir seinni heimstyrjöldina þegar þeir þurftu Evrópska markaði til að rétta úr kútnum eftir stríðið. Asía er langsamlegast stærsti og arðvænlegasti markaðurinn í heiminum eins og stendur og THE US KNOWS IT. Og efnahagur þeirra er eins og stendur á niðurleið…
Að dæma Kínverja á forsendum þess hvað gerðist á Tian-An-Men Torginu fyrir meir en áratugi síðan er ósanngjarnt gagnvart þessari þjóð. Þá var Deng-Xiaoping við völd og hefur margt breyst síðan og er ekki hægt að halda þessu upp á móti Kína nútímans. Vesturlandabúar sem lifa lífi kapítalistans hafa mjög takmarkaðan skilning á þeim prinsípum sem hið ævaforna kínverska samfélag er byggt á. Á fátæku landsvæði sem er jafn stórt og Kína, þar sem búa ógrynni minnihlutahópa og deilur eru nær óhjákvæmilegar er lífið að sjálfsögðu öðruvísi en það sem flestir Íslendingar hafa kynnst. Við megum þó ekki dæma kínverjara fyrir þetta. Við höfum engan rétt til þess að fordæma samfélag þeirra vegna þess að það er öðruvísi en okkar. Svona til smá auka fróðleiks þá heldur hvorki Kína né gömlu Sovétríkin því fram að hafa náð því stigi að geta kallast Kommúnistaríki. USSR var sósíalistaríki sem stefndi að því að ná þeirri fallegu hugsjón sem Kommúnismi er. (Ath. Kommúnismi er ennþá bara hugsjón). USSR og Kína geta því ekki verið notuð sem dæmi um Kommúnistaríki - þau bara sóttust eftir því að ná því sem Kommúnismi býður - fullkomnu jafnrétti og eignaskiptingu. Kína hefur þjáðst í sókn sinni eftir þessari hugsjón og kapítalískir risar eins og Bandaríkin eru ekki beint að auðvelda það þar sem þeir valta yfir þessi ríki við hvert tækifæri.
Þetta er ekki sagt til að verja þá atburði sem urðu á Tian-An-Men (Torg hins himneska friðar) þeir voru hörmulegir og óafsakanlegir. Aftur á móti vil ég verja rétt hins ævaforna lands Kína til þess að haga sínum stjórnarháttum eins og þeim sýnist best og reyna að koma í veg fyrir fordóma sökum vanvisku.
Takk fyrir að lesa, lifið heil
/Aniston skrifar frá Hong Kong, Kína SAR
0