Ég sagði aldrei að þessi grein væri um Verzló. Upphaflega var ég að leggja inn í þá umræðuna um líftíma 80's afturhvars og í stuttu máli þá var niðurstaðan sú að svo lengi sem væri markarður fyrir slíku afturhvarfi þá myndu vera aðilar sem bjóða uppá t.d. leikrit og tónlist sem höfðar til þeirra sem eru að fíla 80's - líkt og Verzló hefur verið að gera. Þetta er að stóru leyti vegna þess að Verzló er VERZLUNARskóli sem leggur áherzlu á verzlunar og viðskiptafög s.s. markaðssetningu.
Síðan sagði ég að svo virtist vera að ef minnst er á Verzló í grein þá virðast sumir alltaf þurfa að koma með einhver leiðinda ummæli um Verzló. Í þessari grein - sem snýst að mestu leyti um líftíma 80's afturhvarfsins - er stuttlega minnst á Verzló í endan, undir p.s. Að mínu mati á grein Bryns alveg rétt á sér upp að dálkinum sem hefst á p.s. Sá dálkur inniheldur engin RÖK sem réttlæta
“…að miðbæjarsnobbrottan Hallgrímur Helgason sé farinn að hórast fyrir dekurkrakkana úr Garðabænum. Og hana nú!”
Halló? Er þetta röksemdafærsla?
Vefstjóri skrifar:
“Ástæðan fyrir því að grein Bryn var samþykkt er vegna þess að hún er frekar góð. Hann færir rök fyrir flestum fullyrðingum sínum og gerir það þokkalega. Þó svo að það komi örlítið skítkast útí Hallgrím Helgason í restina þá veit ég það fyrir víst að Hallgrímur tekur það ekki mjög nærri sér. ”
Ég held það sé ekki í umdæmi vefstjóra að ákveða hvaða tegund af skítkasti hefur áhrif á hvaða fólk. Eða er Vefstjóri kannski með lista?
a) Það er í lagi að kalla Jóa Jóns: asna, úrkynjaðan hreppsómaga, miðbæjarsnobbrottu og fávita.
osfrv.
Mér finnst skítkast eigi ekki að líðast neinsstaðar. Hver er munurinn á “örlitlu skítkasti” og venjulegu skítkasti. Þetta er eins og að reyna að gera greinarmun á á kúk og skít.
Ég er sammála vefstjóra að grein Bryns sé “frekar góð. Hann færir rök fyrir flestum fullyrðingum sínum og gerir það þokkalega.” Eða amk upp að öðrum greinarskilum. Eftir það fer umræðan útí eitthvað annað en áhugavert og vel rökstutt efni.
Önnur gagnrýni sem ég varpaði fram var það að orð eins og:
“Að vísu eru allir sem koma nálægt Verslósýningunni réttdræpir…” MAlkAv
“en verzló er verkfæri sjálfstæðisflokksins(þ.e djöfulsins)!!!” Gud
“Það er bara staðreynd að Versló er ógeðslega hallærislegur skóli. PUNKTUR!” LindaTripp
“Vá, er rembingurinn alveg að drepa þig núna?” Lois
“ert þú að tala eða skíta, ELSKAN?”, “…drullupésaskólinn þinn…”, “…einkunnir mínar hefðu nægt bæði mér og mömmu þinni…” LindaTripp
“Þú talar pirrandi”, “fucked up snobb í þér..” noriega
“mér hefur alltaf þótt verzlunarskólinn vera mjög leiðinlegt umræðuefni, af því að mér hreinlega líkar ekki við þann skóla.” evil
séu samþykkt sem svör. Getur verið að þessi ummæli eigi rétt á sér en ég sé bara ekki eina einustu örðu af rökstuðningi bakvið t.d. orð evil. Sumt af þessu, sem er að mestu leyti ánafnað LindaTripp er bara eitthvað persónulegt skítkast á mig. Ég er ekki að segjast vera saklaus af því sjálf - það var ég sem svaraði henni til að byrja með. En að bæði mín skrif og hennar hafi verið samþykkt sem svör eða álit á grein sem ber titilinn “Hver er líftími 80´s kombakks?” er í hæsta máta óeðlilegt. Hvar er rökstuðningurinn eða réttlætingin á þessum ummælum? Er þetta birt fyrir þá sem eru ennþá á því þroskastigi að fá í sig fiðring þegar þeir lesa blótsyrði og nafnorð samnefnd mannaúrgangi.
Noriega,
“Þú talar pirrandi, líkt og kona sem situr á alþingi sem talar svo mikla fallegu íslenskuna og hefur allt svo rétt fyrir sér.”
Mér finnst í hæsta máta hjákátlegt að þú skulir gagnrýna mig fyrir að skrifa “svo mikla fallegu íslenskuna”. Ég er búin að reyna mikið en ég finn bara engin rök fyrir því afhverju ég ætti að breyta málfarinu mínu. Kannski væri ég svöl ef ég skrifaði á ensku:
or mayB u juz get a KICK out of sayin' FUCK and having verbal diarrhoea. So don't tell me about contumely, thou soporific, quixotic, chthonic, fulsome, panty-waist.
(segðu… er verið að ná í orðabókina núna) Íslenska er drulluflott og massakúl tungumál sem fólk ætti að vera stolt af að nota.
En svo við snúum aftur í umræðuna þá er ég alveg sammála Bryn að það megi endurskoða 80's afturhvarfið og færa brennipunktinn yfir á seinnihluta níunda áratugarins í stað þess fyrri. Fyrst fólk þarf á annað borð að halda áfram þessu 80's æði þá væri ekki svo vitlaust að láta það ná yfir allt tímabilið sem kallast 80's í stað þess að halda bara uppi fyrri hluta tímabilsins eins og hefur verið raunin hingað til.
Ég er búin að endurtaka mig amk þrisvar þannig að ef þú ætlar að svara þessu taktu þér þá allavega tíma til að lesa hin svörin fyrst. Ef þig langar að úthúða Verzló, gerðu það einhverstaðar annarstaðar. Hérna sýnst umræðan um líftíma EIGHTIES COMEBACK - reynum að hafa heimil á munnræpunni um Verzló. Þetta er komið nóg.
Lifið heil,
/Aniston