Þegar ég var 9 ára bjó ég í Danmörku og tveir nýir krakkar fluttu inn í blokkina sem ég bjó í, nokkrum stigagöngum til vinstri, nánar tiltekið í stigagangi númer eitt. Þau hétu Ron og Dashia og voru frá Rússlandi og þau bjuggu núna hliðina á bestu vinkonu minni. Einn laugadaginn, þegar ég og vinkona mín vorum að leika komu Ron og Dashia með mömmu sinni til vinkonu minnar. Dashia var með mar á báðum kinnum og Ron eitthvað örlítið slasaður líka. Pabbi þeirra hafði verið að berja þau. Af hverju? Jú, Dashia var veik en vildi fara í skólaskjólið í skólanum sínum. Pabbi hennar vildi það ekki og lagði hendur á hana.
Ég man þetta eins og þetta gerðist í gær. Dashia svakalega hrædd og ég og vinkona mín vissum ekkert hvað átti að gera. Mamma vinkonu minnar talaði við mömmu Ron og Dashia og sagði við okkur að ef þetta kæmi aftur upp á mundi hún hringja á lögregluna. Nokkrum vikum eða mánuðum seinna flutti pabbi þeirra út.
Ég var aðeins níu ára og vissi auðvitað ekkert hvað þetta var. Þetta var heimilisofbeldi. ÉG kom heim og sagði mömmu fullum rómi að pabbi Dashiu og Rons væri vondur við þau, vissi ekkert hversu alvarlegat þetta væri. Þau voru oft með mar í andlitinu og hér og þar.
Þetta gerist í þjóðfélaginu. Að fólk er að berja hvort annað. Að feður eru að misþyrma börnum sínum og konu. Einnig eru dæmi um það að konurnar séu að misþyrma. M.a. er bókin Hann var kallaður þetta, saga drengs sem verður fyrir misþyrmingum móður sinnar á hroðalegan hátt í Bandaríkjunum. Og ekki hugsa, nei þetta gerist ekki hér. Þetta gerist allsstaðar. Það er ekki eitt land sem sleppur við það að einhverjir beita ofbeldi. Þannig virkar ekki heimurinn í dag. Það er ofbeldi allstaðar í kringum okkur. Konur eru lamdar heima hjá sér en brosa svo til okkar þegar við förum að kaupa mjólkina. Þetta gæti verið konan í næsta húsi, samt veistu ekkert. Ég er ekki að segja að það séu bara karlmenn sem beita ofbeldi. Konur beita líka ofbeldi, það er bara í meiri hluta að karlmenn beiti ofbeldi.
Það er ofbeldi allt í kringum okkur. Simpsons þáttunum, tölvuleikjum á borð við Shrek 2 geyma ofbeldi. Auglýsingar, myndbönd. Ofbledi, ofbeldi. Þetta er nánast allt í kringum okkur og hvað getum við gert? Ekki hefur lítið bréf til framleiðenda Simpsons þáttanna mikil áhrif. Getum við gert eitthvða yfir höfuð? Við getum lagt okkar á mörkunum og hjálpað að stöðva ofbeldi. Hvernig? Það er of erfitt að stöðva ofbeldi. Það er of erfitt að uppræta ofbeldi. Við, fólkið, þurfum að hafa opin augu, fylgjast með vinum okkar. Fylgjast með og tilkynna ef eitthvað er að. sem dæmi er www.sigamot.is til.
Sagan sem ég sagði um Ron og Dashia er sönn. Þetta voru krakkar sem faðir þeirra lamdi út af engu. Þau þurftu að flýja íbúðina til íbúð vinkonu minnar. Oft? Ég veit aðeins um þetta eina skipti en þau sögðu okkur oft frá því hvernig þau fengu marblettina. Ég veit ekkert um þessa krakka í dag. hvort þau séu á götunni, hvort pabbi þeirra sé heima hjá þeim. Svona hlutir eiga sér stað á þessari mínútu einhversstaðar í heiminum. Getum við stöðvað það?